Fótbolti

Heimir aftur á sigurbraut

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Guðjónsson er þjálfari HB.
Heimir Guðjónsson er þjálfari HB. vísir/ernir

HB vann í dag 3-0 sigur á Skála í færeysku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en keppni hófst aftur í deildinni í dag eftir landsleikjahlé.

HB tapaði síðasta leik sínum fyrir hlé og komst því liðið aftur á sigurbraut í dag. Heimir Guðjónsson er þjálfari liðsins og Brynjar Hlöðversson var að venju í byrjunarliðinu.

Sebastian Pingel skoraði tvö mörk fyrir HB í leiknum og Ari Mohr Olsen eitt.

HB er eftir sigurinn með 44 stig eftir 22 leiki. B36 er á toppnum með 50 stig og á tvo leiki til góða.

Guðjón Þórðarson og hans menn í NSÍ mæta B36 í kvöld og munu með sigri komast á topp deildarinnar. NSÍ er fyrir leikinn í öðru sæti með 48 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.