Fótbolti

Heimir aftur á sigurbraut

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Guðjónsson er þjálfari HB.
Heimir Guðjónsson er þjálfari HB. vísir/ernir
HB vann í dag 3-0 sigur á Skála í færeysku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en keppni hófst aftur í deildinni í dag eftir landsleikjahlé.HB tapaði síðasta leik sínum fyrir hlé og komst því liðið aftur á sigurbraut í dag. Heimir Guðjónsson er þjálfari liðsins og Brynjar Hlöðversson var að venju í byrjunarliðinu.Sebastian Pingel skoraði tvö mörk fyrir HB í leiknum og Ari Mohr Olsen eitt.HB er eftir sigurinn með 44 stig eftir 22 leiki. B36 er á toppnum með 50 stig og á tvo leiki til góða.Guðjón Þórðarson og hans menn í NSÍ mæta B36 í kvöld og munu með sigri komast á topp deildarinnar. NSÍ er fyrir leikinn í öðru sæti með 48 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.