Innlent

Ráðherra fundar með Haraldi um stöðuna í dag

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Mynd/Einar Ólason

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri á fund Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í dag. Þar verður rætt um ástandið innan lögreglunnar og það sem fram hefur komið í fréttum undanfarna daga.

Gríðarleg ólga er innan lögreglunnar eftir að viðtal við Harald birtist í Morgunblaðinu á laugardag. Í viðtalinu talar hann meðal annars um „rógsherferð“ á hendur sér og að reynt sé að koma honum frá með „svívirðilegum aðferðum“.

Lögreglustjórar munu einnig funda um málið í dag. Fréttablaðið ræddi við lögreglustjóra sem lýsti yfir óánægju með Harald eftir viðtalið og telur líklegt að í kjölfarið á fundinum verði rætt við ráðherra.

Lögreglustjórinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, segist ekkert vita hvað Haraldur sé að tala um í þessu viðtali og að aðrir lögreglustjórar viti það heldur ekki. Hann segir að aldrei hafi verið ráðist á Harald, heldur hafi aðeins verið reynt að fá úrbætur á málum lögreglunnar. Það sé hlutverk ríkislögreglustjóra samkvæmt lögum og vel útlistað. Því séð eðlilegt að lögreglumenn, sem notendur, hafi skoðun á því. Á hann þá meðal annars við bíla- og fatnaðarmál sem mikið hafa verið í deiglunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.