Arion banki biðst afsökunar á innheimtubréfi til látins manns Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2019 15:20 Arionbanki hefur haft samband við Grím Atlason og beðið hann afsökunar á milliinnheimtubréfinu. Arion banki hefur beðist afsökunar á rukkunarbréfi sem bankinn sendi á látinn mann. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði um helgina af heldur nöturlegu bréfi sem honum barst og stílað var á föður hans heitinn, Atla Magnússon þýðanda. „Í gærkvöldi beið mín þetta bréf. Sólvangur hafði sent það áfram til mín. Það er dagsett 2. september sl. og í því hvetur Arion banki pabba til að leysa málin með sér. Pabbi dó í júni, bankinn fékk upplýsingar um það degi síðar. Skiptum var lokið 3 vikum eftir dánardag og dánarbúið úrskurðað eignalaust,“ segir Grímur í pistli á Facebooksíðu sinni sem vakið hefur mikla athygli. Grímur birti mynd af bréfinu þar sem sjá má að um er að ræða rétt rúmlega 13 þúsund krónur sem komið er í „milliinnheimtu“. Fyrirsögn bréfsins er „Finnum lausn saman“. „Pabbi kemur ekki til með að finna lausn með Arion banka eða öðrum banka. Það kæmi mér samt ekki á óvart ef lögfræðideildin héldi sínu striki og starfaði áfram samkvæmt einhverjum ferlum og sói þannig tíma og fjámunum bankans við að finna lausn með pabba. Ég skora á bankann að reikna heldur tímann sem fer í þessa vitleysu og setja á hann verðmiða. Gefa upphæðina góðu málefni. Með því gerir bankinn góðverk og hættir að særa fólk út í bæ með ónærgætni sinni.“ Vísir sendi fyrirspurn til bankans vegna málsins og í skriflegu svari eru þessi mistök hörmuð. „Þarna var um mistök að ræða sem við hörmum. Það er búið að hafa samband við viðkomandi, biðja hann afsökunar á mistökunum og upplýsa um að þetta verði að sjálfsögðu fellt niður,“ segir í svari: „Við erum að yfirfara okkar ferla til að komast að því hvað fór úrskeiðis svo hægt sé að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst aftur.“ Íslenskir bankar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Arion banki hefur beðist afsökunar á rukkunarbréfi sem bankinn sendi á látinn mann. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði um helgina af heldur nöturlegu bréfi sem honum barst og stílað var á föður hans heitinn, Atla Magnússon þýðanda. „Í gærkvöldi beið mín þetta bréf. Sólvangur hafði sent það áfram til mín. Það er dagsett 2. september sl. og í því hvetur Arion banki pabba til að leysa málin með sér. Pabbi dó í júni, bankinn fékk upplýsingar um það degi síðar. Skiptum var lokið 3 vikum eftir dánardag og dánarbúið úrskurðað eignalaust,“ segir Grímur í pistli á Facebooksíðu sinni sem vakið hefur mikla athygli. Grímur birti mynd af bréfinu þar sem sjá má að um er að ræða rétt rúmlega 13 þúsund krónur sem komið er í „milliinnheimtu“. Fyrirsögn bréfsins er „Finnum lausn saman“. „Pabbi kemur ekki til með að finna lausn með Arion banka eða öðrum banka. Það kæmi mér samt ekki á óvart ef lögfræðideildin héldi sínu striki og starfaði áfram samkvæmt einhverjum ferlum og sói þannig tíma og fjámunum bankans við að finna lausn með pabba. Ég skora á bankann að reikna heldur tímann sem fer í þessa vitleysu og setja á hann verðmiða. Gefa upphæðina góðu málefni. Með því gerir bankinn góðverk og hættir að særa fólk út í bæ með ónærgætni sinni.“ Vísir sendi fyrirspurn til bankans vegna málsins og í skriflegu svari eru þessi mistök hörmuð. „Þarna var um mistök að ræða sem við hörmum. Það er búið að hafa samband við viðkomandi, biðja hann afsökunar á mistökunum og upplýsa um að þetta verði að sjálfsögðu fellt niður,“ segir í svari: „Við erum að yfirfara okkar ferla til að komast að því hvað fór úrskeiðis svo hægt sé að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst aftur.“
Íslenskir bankar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent