Arion banki biðst afsökunar á innheimtubréfi til látins manns Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2019 15:20 Arionbanki hefur haft samband við Grím Atlason og beðið hann afsökunar á milliinnheimtubréfinu. Arion banki hefur beðist afsökunar á rukkunarbréfi sem bankinn sendi á látinn mann. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði um helgina af heldur nöturlegu bréfi sem honum barst og stílað var á föður hans heitinn, Atla Magnússon þýðanda. „Í gærkvöldi beið mín þetta bréf. Sólvangur hafði sent það áfram til mín. Það er dagsett 2. september sl. og í því hvetur Arion banki pabba til að leysa málin með sér. Pabbi dó í júni, bankinn fékk upplýsingar um það degi síðar. Skiptum var lokið 3 vikum eftir dánardag og dánarbúið úrskurðað eignalaust,“ segir Grímur í pistli á Facebooksíðu sinni sem vakið hefur mikla athygli. Grímur birti mynd af bréfinu þar sem sjá má að um er að ræða rétt rúmlega 13 þúsund krónur sem komið er í „milliinnheimtu“. Fyrirsögn bréfsins er „Finnum lausn saman“. „Pabbi kemur ekki til með að finna lausn með Arion banka eða öðrum banka. Það kæmi mér samt ekki á óvart ef lögfræðideildin héldi sínu striki og starfaði áfram samkvæmt einhverjum ferlum og sói þannig tíma og fjámunum bankans við að finna lausn með pabba. Ég skora á bankann að reikna heldur tímann sem fer í þessa vitleysu og setja á hann verðmiða. Gefa upphæðina góðu málefni. Með því gerir bankinn góðverk og hættir að særa fólk út í bæ með ónærgætni sinni.“ Vísir sendi fyrirspurn til bankans vegna málsins og í skriflegu svari eru þessi mistök hörmuð. „Þarna var um mistök að ræða sem við hörmum. Það er búið að hafa samband við viðkomandi, biðja hann afsökunar á mistökunum og upplýsa um að þetta verði að sjálfsögðu fellt niður,“ segir í svari: „Við erum að yfirfara okkar ferla til að komast að því hvað fór úrskeiðis svo hægt sé að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst aftur.“ Íslenskir bankar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Arion banki hefur beðist afsökunar á rukkunarbréfi sem bankinn sendi á látinn mann. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði um helgina af heldur nöturlegu bréfi sem honum barst og stílað var á föður hans heitinn, Atla Magnússon þýðanda. „Í gærkvöldi beið mín þetta bréf. Sólvangur hafði sent það áfram til mín. Það er dagsett 2. september sl. og í því hvetur Arion banki pabba til að leysa málin með sér. Pabbi dó í júni, bankinn fékk upplýsingar um það degi síðar. Skiptum var lokið 3 vikum eftir dánardag og dánarbúið úrskurðað eignalaust,“ segir Grímur í pistli á Facebooksíðu sinni sem vakið hefur mikla athygli. Grímur birti mynd af bréfinu þar sem sjá má að um er að ræða rétt rúmlega 13 þúsund krónur sem komið er í „milliinnheimtu“. Fyrirsögn bréfsins er „Finnum lausn saman“. „Pabbi kemur ekki til með að finna lausn með Arion banka eða öðrum banka. Það kæmi mér samt ekki á óvart ef lögfræðideildin héldi sínu striki og starfaði áfram samkvæmt einhverjum ferlum og sói þannig tíma og fjámunum bankans við að finna lausn með pabba. Ég skora á bankann að reikna heldur tímann sem fer í þessa vitleysu og setja á hann verðmiða. Gefa upphæðina góðu málefni. Með því gerir bankinn góðverk og hættir að særa fólk út í bæ með ónærgætni sinni.“ Vísir sendi fyrirspurn til bankans vegna málsins og í skriflegu svari eru þessi mistök hörmuð. „Þarna var um mistök að ræða sem við hörmum. Það er búið að hafa samband við viðkomandi, biðja hann afsökunar á mistökunum og upplýsa um að þetta verði að sjálfsögðu fellt niður,“ segir í svari: „Við erum að yfirfara okkar ferla til að komast að því hvað fór úrskeiðis svo hægt sé að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst aftur.“
Íslenskir bankar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira