Arion banki biðst afsökunar á innheimtubréfi til látins manns Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2019 15:20 Arionbanki hefur haft samband við Grím Atlason og beðið hann afsökunar á milliinnheimtubréfinu. Arion banki hefur beðist afsökunar á rukkunarbréfi sem bankinn sendi á látinn mann. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði um helgina af heldur nöturlegu bréfi sem honum barst og stílað var á föður hans heitinn, Atla Magnússon þýðanda. „Í gærkvöldi beið mín þetta bréf. Sólvangur hafði sent það áfram til mín. Það er dagsett 2. september sl. og í því hvetur Arion banki pabba til að leysa málin með sér. Pabbi dó í júni, bankinn fékk upplýsingar um það degi síðar. Skiptum var lokið 3 vikum eftir dánardag og dánarbúið úrskurðað eignalaust,“ segir Grímur í pistli á Facebooksíðu sinni sem vakið hefur mikla athygli. Grímur birti mynd af bréfinu þar sem sjá má að um er að ræða rétt rúmlega 13 þúsund krónur sem komið er í „milliinnheimtu“. Fyrirsögn bréfsins er „Finnum lausn saman“. „Pabbi kemur ekki til með að finna lausn með Arion banka eða öðrum banka. Það kæmi mér samt ekki á óvart ef lögfræðideildin héldi sínu striki og starfaði áfram samkvæmt einhverjum ferlum og sói þannig tíma og fjámunum bankans við að finna lausn með pabba. Ég skora á bankann að reikna heldur tímann sem fer í þessa vitleysu og setja á hann verðmiða. Gefa upphæðina góðu málefni. Með því gerir bankinn góðverk og hættir að særa fólk út í bæ með ónærgætni sinni.“ Vísir sendi fyrirspurn til bankans vegna málsins og í skriflegu svari eru þessi mistök hörmuð. „Þarna var um mistök að ræða sem við hörmum. Það er búið að hafa samband við viðkomandi, biðja hann afsökunar á mistökunum og upplýsa um að þetta verði að sjálfsögðu fellt niður,“ segir í svari: „Við erum að yfirfara okkar ferla til að komast að því hvað fór úrskeiðis svo hægt sé að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst aftur.“ Íslenskir bankar Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Arion banki hefur beðist afsökunar á rukkunarbréfi sem bankinn sendi á látinn mann. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði um helgina af heldur nöturlegu bréfi sem honum barst og stílað var á föður hans heitinn, Atla Magnússon þýðanda. „Í gærkvöldi beið mín þetta bréf. Sólvangur hafði sent það áfram til mín. Það er dagsett 2. september sl. og í því hvetur Arion banki pabba til að leysa málin með sér. Pabbi dó í júni, bankinn fékk upplýsingar um það degi síðar. Skiptum var lokið 3 vikum eftir dánardag og dánarbúið úrskurðað eignalaust,“ segir Grímur í pistli á Facebooksíðu sinni sem vakið hefur mikla athygli. Grímur birti mynd af bréfinu þar sem sjá má að um er að ræða rétt rúmlega 13 þúsund krónur sem komið er í „milliinnheimtu“. Fyrirsögn bréfsins er „Finnum lausn saman“. „Pabbi kemur ekki til með að finna lausn með Arion banka eða öðrum banka. Það kæmi mér samt ekki á óvart ef lögfræðideildin héldi sínu striki og starfaði áfram samkvæmt einhverjum ferlum og sói þannig tíma og fjámunum bankans við að finna lausn með pabba. Ég skora á bankann að reikna heldur tímann sem fer í þessa vitleysu og setja á hann verðmiða. Gefa upphæðina góðu málefni. Með því gerir bankinn góðverk og hættir að særa fólk út í bæ með ónærgætni sinni.“ Vísir sendi fyrirspurn til bankans vegna málsins og í skriflegu svari eru þessi mistök hörmuð. „Þarna var um mistök að ræða sem við hörmum. Það er búið að hafa samband við viðkomandi, biðja hann afsökunar á mistökunum og upplýsa um að þetta verði að sjálfsögðu fellt niður,“ segir í svari: „Við erum að yfirfara okkar ferla til að komast að því hvað fór úrskeiðis svo hægt sé að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst aftur.“
Íslenskir bankar Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira