Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Dómsmálaráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óviðunandi og boðar skoðun á lögreglumálum. Ráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra í dag en segir að möguleg starfslok hans hafi ekki verið rædd. Málið sé þó til skoðunar. Ríkislögreglustjóri dregur úr orðum sínum um meinta spillingu innan lögreglunnar.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.Rætt verður við móður langt leidds fíkils sem gagnrýnir úrræðaleysi í kerfinu. Hún hefur neyðst til að kaupa fyrir hann lyf á svörtum markaði til þess að ráða við fráhvarfseinkenni. Hann hefur fengið pláss inni á Vogi eftir tæpar tvær vikur en hún óttast að það gæti verið of seint.Einnig verður fylgst með umræðum á Alþingi í dag og rætt við sérfræðinga um þjóðaröryggismál sem segja að kortleggja þurfi stöðuna hér á landi varðandi falsfréttir. Þær séu í sífellt meira mæli notaðar til að hafa áhrif á afstöðu fólks og kosningar.Þá verður fjallað um árásirnar á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu sem hafa leitt til verðhækkana á olíu og við verðum í beinni útsendingu frá Bíó Paradís, þar sem Amnesty International mun verðlauna ungmenni fyrir baráttu sína í loftslagsmálum.Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.