Fótbolti

Endurkomusigur Ragnars en tap hjá Matthíasi og Daníel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar Sigurðsson í baráttunni.
Ragnar Sigurðsson í baráttunni. vísir/getty

Ragnar Sigurðsson var að venju í vörn Rostov sem vann 2-1 sigur á Republican FC Akhmat Grozny í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Rostov-menn lentu undir í leiknum í fyrri hálfleik en þeir snéru leiknum sér í hag í síðari hálfleik með tveimur mörkum á átta mínútum.

Rostov er því í fjórða sæti deildarinnar með sautján stig en þeir hafa unnið fimm af fyrstu átta leikjnum. Þeir eru þremur stigum á eftir Íslendingaliði Krasnodar sem er á toppnum.

Matthías Vilhjálmsson spilaði allan leikinn fyrir Vålerenga sem tapaði 1-0 fyrir Sarpsborg á útivelli í Noregi. Vålerenga er í 8. sætinu með 27 stig eftir 21 leik.

Daníel Hafsteinsson var ónotaður varamaður hjá Helsingborgs sem tapaði 2-0 fyrir toppliði Djurgården. Helsingborgs er í 13. sætinu, fimm stigum frá fallsæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.