Fótbolti

Eigandi Louis Vuitton og næst ríkasti maður heims vill kaupa AC Milan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bernard Arnault.
Bernard Arnault. vísir/getty
Bernard Arnault, eigandi tískufyrirtækisins Louis Vuitton og næst ríkasti maður heims, vill eignast ítalska stórliðið AC Milan.Daily Mail greinir frá þessu en ítalska félagið er nú í eigu Elliot Management. Arnault er þó talinn viljugur til að eyða eitthvað af sínum 86 billjónum í félagið.Elliot eignaðist félagið árið 2017 og hefur nú þegar hafnað tilboðum sem hljópa upp á 500 til 700 milljónir punda en tilboð Arnault er talið hljóða upp á 890 milljónir punda.Auk þess að eiga Louis Vuitton á hann snyrtivörufyrirtækið Sephora sem og kampavínið Don Perignon sem er eitt dýrasta kampavín gerð í heimi.Hann vill gera AC Milan á nýjan leik að einu besta liði heims en þeir eru nú þegar á leið á nýjan völl svo ólíklegt er að Elliot vilji selja félagið á þessum tímapunkti.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.