Innlent

Lög­reglan á Norður­landi vestra skilar milljónum í ríkis­kassann

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Skagafirði en þar var ferðamaðurinn sem sektaður var í gær á ferð.
Frá Skagafirði en þar var ferðamaðurinn sem sektaður var í gær á ferð. vísir/vilhelm

Á fyrstu átta mánuðum ársins námu álagðar sektir vegna umferðarlagabrota í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra alls 322 milljónum króna.

Rekstrarframlag ríkisins til embættisins á sama tímabili nemur 245 milljónum króna og er embættið því að skila 77 milljónum króna í ríkissjóð á tímabilinu.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra þar sem segir frá því að lögreglan hafi í gær stöðvað ökumann sem ók bíl sínum á 170 km/klst. í Blönduhlíð í Skagafirði.

Ökumaður bílsins ók því 80 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða. Þurfti hann að greiða 240.000 krónur í sekt á vettvangi auk þess sem honum var gert að hætta akstri bílsins. Þá þurfti farþegi bílsins að taka við. Var um erlendan ferðamann að ræða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.