Innlent

Lög­reglan á Norður­landi vestra skilar milljónum í ríkis­kassann

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Skagafirði en þar var ferðamaðurinn sem sektaður var í gær á ferð.
Frá Skagafirði en þar var ferðamaðurinn sem sektaður var í gær á ferð. vísir/vilhelm
Á fyrstu átta mánuðum ársins námu álagðar sektir vegna umferðarlagabrota í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra alls 322 milljónum króna.

Rekstrarframlag ríkisins til embættisins á sama tímabili nemur 245 milljónum króna og er embættið því að skila 77 milljónum króna í ríkissjóð á tímabilinu.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra þar sem segir frá því að lögreglan hafi í gær stöðvað ökumann sem ók bíl sínum á 170 km/klst. í Blönduhlíð í Skagafirði.

Ökumaður bílsins ók því 80 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða. Þurfti hann að greiða 240.000 krónur í sekt á vettvangi auk þess sem honum var gert að hætta akstri bílsins. Þá þurfti farþegi bílsins að taka við. Var um erlendan ferðamann að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×