Lýstu áhyggjum af meðferð skattamála við þingfestingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. september 2019 07:15 Sækjandi, verjandi og dómari ræddu skattamálin vítt og breitt við þingsetningu í héraðsdómi. Fréttablaðið/Stefán Þingfesting í máli Andrésar Kristins Konráðssonar, sem ákærður er fyrir skattalagabrot, tók óvænta stefnu þegar til frjálslegra skoðanaskipta kom milli sækjanda, verjanda og dómara um stöðu rannsókna- og ákærumeðferða skattalagabrota. Við upphaf þinghalds lét sækjandi málsins þess getið að nýlegur úrskurður ríkisskattstjóra gæti haft áhrif á fjárhæðir í ákæru, ákærða til hagsbóta og til þess gæti komið að gefa þyrfti út aðra ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Andrésar, sagði ljóst að gerður yrði ágreiningur um þennan nýja úrskurð. „Hann verður til meðferðar hjá yfirskattanefnd í 12 mánuði og á sama tíma er málið til meðferðar fyrir dómstólum,“ sagði Gestur og lét fylgja þá skoðun sína að það væri allt komið í vitleysu í meðferð þessara skattamála. Vísaði Gestur þar til nýlegra dóma sem fallið hafa gegn Íslandi í Mannréttindadómstól Evrópu um brot gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um bann við endurtekinni refsingu fyrir sama brot. Dómarinn, Guðjón St. Marteinsson, lét þess getið að það fari orðið allir fram á frávísun í þessum málum. Farið hefði verið fram á frávísun í fjórum slíkum málum í vikunni og fimm mál sem biðu þingfestingar lyktuðu af frávísunarkröfum. Gestur upplýsti að enn eitt málið væri komið til efnismeðferðar hjá MDE og fullyrti að ríkislögmanni hefði nýverið borist bréf frá MDE þar sem því væri beint til stjórnvalda að reyna að ná sáttum í máli Braga Kristjánssonar. Lýsti Gestur því viðhorfi að stjórnvöld yrðu að fara að bregðast við með einhverri línu í þessum málum. Dómarinn tók að nokkru undir áhyggjur verjandans af stöðunni. „Ég hef engan hitt, hvorki verjanda, sækjanda, né dómara sem telur að þetta sé í lagi,“ sagði Guðjón. Sigríður Árnadóttir, sem sótti þing fyrir ákæruvaldið, sagðist þá hafa heimildir fyrir því að tíðinda væri að vænta frá stjórnvöldum alveg á allra næstu dögum og vísaði til nefndar sem skipuð var skömmu eftir að þriðji áfellisdómurinn kom frá MDE í vor. Dómarinn sagði slík tíðindi hafa verið flutt fyrir löngu og vísaði til nefndar sem skilaði skýrslu árið 2013 þar sem allir helstu embættismenn málaflokksins sammæltust um að breytingar væru óumflýjanlegar og þyldu ekki bið. Meðal þeirra sem skrifuðu undir þá skýrslu var Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um starf þeirrar nefndar sem skipuð var í vor hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Aðspurður segist Ragnar H. Hall, lögmaður Braga Kristjánssonar, bundinn trúnaði um stöðu máls Braga hjá MDE, samkvæmt reglum hjá dómstólnum sem gilda meðan þess er freistað að ná sáttum.Snúið að ná sáttum við Braga Bragi Kristjánsson var sakfelldur fyrir meiriháttar skattalagabrot, fyrst í héraði árið 2016 eftir að málinu hafði ítrekað verið frestað að beiðni ákærða meðan beðið var niðurstöðu mála sem voru til meðferðar hjá MDE. Málið var að lokum flutt og dæmt þrátt fyrir að niðurstaða væri ekki komin ytra. Dómurinn var svo staðfestur af fullskipuðum sjö manna dómi í Hæstarétti í september 2017. Dómur Hæstaréttar féll nokkrum mánuðum eftir að MDE kvað upp dóm í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar. Taldi Hæstiréttur málin ekki sambærileg og sakfelldi Braga. Með vísan til þess að fjölskipaður Hæstiréttur sakfelldi Braga kann ríkislögmanni reynast örðugt að ná sáttum við hann í Strassborg. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Sjá meira
Þingfesting í máli Andrésar Kristins Konráðssonar, sem ákærður er fyrir skattalagabrot, tók óvænta stefnu þegar til frjálslegra skoðanaskipta kom milli sækjanda, verjanda og dómara um stöðu rannsókna- og ákærumeðferða skattalagabrota. Við upphaf þinghalds lét sækjandi málsins þess getið að nýlegur úrskurður ríkisskattstjóra gæti haft áhrif á fjárhæðir í ákæru, ákærða til hagsbóta og til þess gæti komið að gefa þyrfti út aðra ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Andrésar, sagði ljóst að gerður yrði ágreiningur um þennan nýja úrskurð. „Hann verður til meðferðar hjá yfirskattanefnd í 12 mánuði og á sama tíma er málið til meðferðar fyrir dómstólum,“ sagði Gestur og lét fylgja þá skoðun sína að það væri allt komið í vitleysu í meðferð þessara skattamála. Vísaði Gestur þar til nýlegra dóma sem fallið hafa gegn Íslandi í Mannréttindadómstól Evrópu um brot gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um bann við endurtekinni refsingu fyrir sama brot. Dómarinn, Guðjón St. Marteinsson, lét þess getið að það fari orðið allir fram á frávísun í þessum málum. Farið hefði verið fram á frávísun í fjórum slíkum málum í vikunni og fimm mál sem biðu þingfestingar lyktuðu af frávísunarkröfum. Gestur upplýsti að enn eitt málið væri komið til efnismeðferðar hjá MDE og fullyrti að ríkislögmanni hefði nýverið borist bréf frá MDE þar sem því væri beint til stjórnvalda að reyna að ná sáttum í máli Braga Kristjánssonar. Lýsti Gestur því viðhorfi að stjórnvöld yrðu að fara að bregðast við með einhverri línu í þessum málum. Dómarinn tók að nokkru undir áhyggjur verjandans af stöðunni. „Ég hef engan hitt, hvorki verjanda, sækjanda, né dómara sem telur að þetta sé í lagi,“ sagði Guðjón. Sigríður Árnadóttir, sem sótti þing fyrir ákæruvaldið, sagðist þá hafa heimildir fyrir því að tíðinda væri að vænta frá stjórnvöldum alveg á allra næstu dögum og vísaði til nefndar sem skipuð var skömmu eftir að þriðji áfellisdómurinn kom frá MDE í vor. Dómarinn sagði slík tíðindi hafa verið flutt fyrir löngu og vísaði til nefndar sem skilaði skýrslu árið 2013 þar sem allir helstu embættismenn málaflokksins sammæltust um að breytingar væru óumflýjanlegar og þyldu ekki bið. Meðal þeirra sem skrifuðu undir þá skýrslu var Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um starf þeirrar nefndar sem skipuð var í vor hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Aðspurður segist Ragnar H. Hall, lögmaður Braga Kristjánssonar, bundinn trúnaði um stöðu máls Braga hjá MDE, samkvæmt reglum hjá dómstólnum sem gilda meðan þess er freistað að ná sáttum.Snúið að ná sáttum við Braga Bragi Kristjánsson var sakfelldur fyrir meiriháttar skattalagabrot, fyrst í héraði árið 2016 eftir að málinu hafði ítrekað verið frestað að beiðni ákærða meðan beðið var niðurstöðu mála sem voru til meðferðar hjá MDE. Málið var að lokum flutt og dæmt þrátt fyrir að niðurstaða væri ekki komin ytra. Dómurinn var svo staðfestur af fullskipuðum sjö manna dómi í Hæstarétti í september 2017. Dómur Hæstaréttar féll nokkrum mánuðum eftir að MDE kvað upp dóm í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar. Taldi Hæstiréttur málin ekki sambærileg og sakfelldi Braga. Með vísan til þess að fjölskipaður Hæstiréttur sakfelldi Braga kann ríkislögmanni reynast örðugt að ná sáttum við hann í Strassborg.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Sjá meira