Ellefu afrísk knattspyrnusambönd á FIFA-ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 17:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, með Veron Mosengo Omba, fulltrúa FIFA. Mynd/KSÍ Forsetar ellefu knattspyrnusambanda í Austur Afríku sóttu ráðstefnu í vikunni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnusambandið segir frá ráðstefnunni á heimasíðu sinni í dag og þar er einnig viðtal við fulltrúa FIFA á henni. Ráðstefnan, sem er skipulögð af FIFA, var fyrir CECAFA, svæðissamband Austur Afríku. Markmið hennar er að koma á samskiptum um þróun knattspyrnunnar almennt, hvort sem það tengist yfirstjórnun eða þjálfunaraðferðum fyrir leikmenn og þjálfara. Á ráðstefnunni gafst þátttakendum tækifæri til að læra af KSÍ, ásamt því að deila þeirra reynslu með KSÍ. „KSÍ er knattspyrnusamband í landi með aðeins um 330.000 íbúa. Veðrið hér gerir það að verkum að ekki er hægt að spila knattspyrnu úti allt árið, en samt hefur landið náð ótrúlegum árangri,“ sagði Veron Mosengo Omba, fulltrúi FIFA, við KSÍ en hann segir að Ísland hafi verið valið í ljósi smæðar þess og árangurs á undanförnum árum: Þátttakendur á ráðstefnunni komu frá ellefu þjóðum í Austur Afríku. Forsetar knattspyrnusambanda Rúanda, Suður Súdan, Sómalíu, Erítreu, Tansaníu, Búrúndí, Djíbútí, Kenýa, Úganda, Eþíópíu og Súdan mættu allir á fundinn. Nicholas Kithuku, forseti knattspyrnusambands Kenýa, segir að margt sé hægt að læra af íslenskri knattspyrnu: „Maður fyllist innblæstri við það að sjá hvað KSÍ hefur gert og hversu hugmyndaríkt samband það er. Sérstaklega er áhugavert að sjá hversu margir taka þátt í hinum ýmsu þáttum knattspyrnunnar. Ísland er stór þjóð með fátt fólk. Það sem Knattspyrnusamband Kenýa tekur frá fundinum er að gera fleiru fólki kleift að taka þátt í knattspyrnunni og stækka grunn okkar fyrir árangur framtíðarinnar. Kærar þakkir fyrir allt,“ sagði Nicholas Kithuku. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði þetta að segja um mikilvægi fundarins fyrir knattspyrnusambandið: „Það hefur verið mjög ánægjulegt og gefandi að taka á móti formönnum Afríkuríkjanna, ásamt fulltrúum FIFA, til þess að kynna þeim uppbyggingu okkar á íslenskum fótbolta. Má segja að þetta sé viðurkenning fyrir okkur að Ísland sé valið í þetta verkefni og endurspeglar það góða starf sem unnið er hér á landi og hefur vakið heimsathygli. Við eigum að reyna að láta gott af okkur leiða í þessum efnum, sem öðrum, ef við getum og við sjáum fyrir okkur framhald á verkefnum sem þessum,“ sagði Guðni Bergsson við fréttaritara heimasíðu KSÍ. FIFA KSÍ Reykjavík Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Forsetar ellefu knattspyrnusambanda í Austur Afríku sóttu ráðstefnu í vikunni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnusambandið segir frá ráðstefnunni á heimasíðu sinni í dag og þar er einnig viðtal við fulltrúa FIFA á henni. Ráðstefnan, sem er skipulögð af FIFA, var fyrir CECAFA, svæðissamband Austur Afríku. Markmið hennar er að koma á samskiptum um þróun knattspyrnunnar almennt, hvort sem það tengist yfirstjórnun eða þjálfunaraðferðum fyrir leikmenn og þjálfara. Á ráðstefnunni gafst þátttakendum tækifæri til að læra af KSÍ, ásamt því að deila þeirra reynslu með KSÍ. „KSÍ er knattspyrnusamband í landi með aðeins um 330.000 íbúa. Veðrið hér gerir það að verkum að ekki er hægt að spila knattspyrnu úti allt árið, en samt hefur landið náð ótrúlegum árangri,“ sagði Veron Mosengo Omba, fulltrúi FIFA, við KSÍ en hann segir að Ísland hafi verið valið í ljósi smæðar þess og árangurs á undanförnum árum: Þátttakendur á ráðstefnunni komu frá ellefu þjóðum í Austur Afríku. Forsetar knattspyrnusambanda Rúanda, Suður Súdan, Sómalíu, Erítreu, Tansaníu, Búrúndí, Djíbútí, Kenýa, Úganda, Eþíópíu og Súdan mættu allir á fundinn. Nicholas Kithuku, forseti knattspyrnusambands Kenýa, segir að margt sé hægt að læra af íslenskri knattspyrnu: „Maður fyllist innblæstri við það að sjá hvað KSÍ hefur gert og hversu hugmyndaríkt samband það er. Sérstaklega er áhugavert að sjá hversu margir taka þátt í hinum ýmsu þáttum knattspyrnunnar. Ísland er stór þjóð með fátt fólk. Það sem Knattspyrnusamband Kenýa tekur frá fundinum er að gera fleiru fólki kleift að taka þátt í knattspyrnunni og stækka grunn okkar fyrir árangur framtíðarinnar. Kærar þakkir fyrir allt,“ sagði Nicholas Kithuku. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði þetta að segja um mikilvægi fundarins fyrir knattspyrnusambandið: „Það hefur verið mjög ánægjulegt og gefandi að taka á móti formönnum Afríkuríkjanna, ásamt fulltrúum FIFA, til þess að kynna þeim uppbyggingu okkar á íslenskum fótbolta. Má segja að þetta sé viðurkenning fyrir okkur að Ísland sé valið í þetta verkefni og endurspeglar það góða starf sem unnið er hér á landi og hefur vakið heimsathygli. Við eigum að reyna að láta gott af okkur leiða í þessum efnum, sem öðrum, ef við getum og við sjáum fyrir okkur framhald á verkefnum sem þessum,“ sagði Guðni Bergsson við fréttaritara heimasíðu KSÍ.
FIFA KSÍ Reykjavík Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira