Lífið

Núna ætlar Take That stjarnan Gary Barlow að gefa sér tíma á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Barlow var hér á landi síðast árið 2006.
Barlow var hér á landi síðast árið 2006.
Söngvarinn Gary Barlow greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hann sé staddur hér á landi.„Guð minn góður. Þvílíkur staður sem Ísland er,“ segir Barlow í færslu á Instagram.„Ég kom hingað árið 2006 að gera tónlistarmyndband við lagið Patience og þá var of mikið að gera hjá okkur svo það var ekki hægt að skoða landið. Núna er ég mættur með vini mínum Benjamin Hardman og er vopnaður myndavélinni.“Barlow flaug til Vestmannaeyja í gær og fór út að borða. Einnig skoðaði hann eyjuna vel og vandlega. Hér er hægt að fylgjast með Gary Barlow hér á landi. 

 

.

.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.