Fótbolti

Aron á skotskónum fyrir Start

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Sigurðarson fagnar marki með Start.
Aron Sigurðarson fagnar marki með Start. mynd/ik start
Aron Sigurðarson skoraði annað mark Start í sigri á Nest-Sotra í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Heimamenn í Start komust yfir strax á 11. mínútu með marki frá Kasper Skånes. Aron tvöfaldaði svo forystu Start á 32. mínútu.

Þannig var staðan í hálfleik og hvorugu liði tókst að skora í seinni hálfleik svo leiknum lauk með 2-0 sigri Start.

Fjórir Íslendingar voru í byrjunarliði Álasund sem mætti KFUM Osló. Hólmbert Aron Friðjónsson, Daníel Grétarsson, Davíð Kristján Ólafsson og Aron Elís Þrándarson.

Staðan í hálfleik var jöfn 1-1, gestirnir í KFUM komust yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu en Álasund jafnaði í uppbótartíma.

Á 55. mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu sem Niklas Castro skoraði úr. Mínútu seinna var Daníel rekinn af velli með rautt spjald og þurfti Álasund því að klára leikinn manni færri.

KFUM tókst ekki að nýta sér það og lauk leiknum með 2-1 sigri Álasunds.

Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Sandefjord sem vann Strommen 2-0. Emil Pálsson sat á varamannabekk Sandefjord.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×