Innlent

Skaftárhlaup sem hófst fyrir þremur dögum er enn í gangi þó lítið sé

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Frá Skaftárhlaupi í fyrra, sem var það næststærsta í sögunni.
Frá Skaftárhlaupi í fyrra, sem var það næststærsta í sögunni. Vísir/Sigurjón
Skaftárhlaup sem hóst fyrir þremur dögum er enn í gangi. Ekki er hægt að segja til um hvort hlaupið hafi náð hámarki sínu, en það sé mjög lítið.Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að mikið hafi rignt á svæðinu í gær sem hafi veikt merki um rafleiðni í Skaftá.Hann sagði að í samtölum sínum við landverði í Hólaskjóli hafi komið fram að áin sé óvenjulega gruggug en hvort mikill aur hafi borist niður liggur ekki fyrir.Einar segir atburðinn nú smávægilegan. Þó er ekki hægt að slá því á föstu hvenær hlaupinu lýkur. Einungis hleypur úr vestari katli Skaftárjökuls og að þau hlaup frá honum séu yfirleitt minni en þegar hleypur úr eystri katlinum eða þeim báðum eins og gerðist í fyrra.Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi að Búlandi við Skaftá, segir voðalega lítið hafa borið á því að flóð sé í gangi. Hún segir vatnsmagnið í ánni svipað og í rigningarveðri. Brennisteinslykt hafi verið í lágmarki þó þriðjudagurinn sé undanskilinn en þá náði lyktin alveg inn að bæjarhlaði Búlands.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Hlaupið í Skaftá nú mjög lítið

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir hlaupið í Skaftá nú mjög lítið. Það sem sýni skýr merki hlaups sé hækkuð rafleiðini. Vatnsyfirborð hefur lítið vaxið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.