Fótbolti

Misjafnt gengi hjá Íslendingunum tólf

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Elís Þrándarson skoraði í dag.
Aron Elís Þrándarson skoraði í dag. mynd/álasund
Aron Elís Þrándarson var á skotskónum fyrir Álasund sem vann 4-0 sigur á Jerv í norsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Aron skoraði þriðja mark leiksins en hann fór af velli á 79. mínútu. Daníel Leó Grétarsson og Davíð Kristján Ólafsson spiluðu allan leikinn en Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn sem varamaður eftir rúman klukkutíma.

Álasund er því skrefi nær sæti í úrvalsdeildinni á nýjan leik en þegar níu umferðir eru eftir eru þeir ellefu stigum á undan Íslendingaliðunum Start og Sandefjord.





Sverrir Ingi Ingason kom inn á sem varamaður á 38. mínútu er PAOK vann 2-1 sigur á Panionios í grísku úrvalsdeildinni. PAOK er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina.

Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn fyrir Norrköping í 2-0 sigri á Hammarby. Aron Jóhansson kom inn sem varamaður hjá Hammarby í síðari hálfeik. Hammarby er í 5. sætinu en Norrköping í því sjöunda.

Mikael Anderson hafði betur gegn Hirti Hermanssyni er Midtjylland vann 1-0 sigur á Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni. Mikael spilaði fyrstu 71 mínúturnar en Hjörtur 69. Midtjylland á toppnum með 22 stig en Bröndby í fimmta sætinu.







Ögmundur Kristinsson stóð í markinu í 1-0 tapi Larissa gegn Olympiacos í Grikklandi. Larissa er með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina.

Arnór Smárason spilaði allan leikinn fyrir Lilleström sem tapaði 3-1 fyrir Brann í Noregi. Samúel Kári Friðjónsson spilaði í 17 mínútur er Viking gerði 2-2 jafntefli við Sarpsborg í sömu deild.

Viking er í 8. sætinu með 27 stig en Lilleström er í tíunda sætinu með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×