Innlent

Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur vegna bilunar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hér sést ferill vélarinnar í morgun en henni var snúið við skömmu eftir flugtak.
Hér sést ferill vélarinnar í morgun en henni var snúið við skömmu eftir flugtak. Skjáskot/Flight Radar
Farþegaþotu Icelandair var snúið við á leið frá Keflavík til borgarinnar Zurich í Sviss í morgun. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum. Þetta staðfestir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við Vísi. Mbl greindi fyrst frá í morgun.

Vélin, sem er af gerðinni Boeing 757-256 með skrán­ing­ar­núm­erið TF-ISV, fór af stað um klukkan 7:20 í morgun og var snúið við skömmu síðar eftir að bilunar varð vart. Viðbúnaður var virkjaður á Keflavíkurflugvelli í kjölfarið og flugvélin lenti á vellinum án vandkvæða um klukkan 8:20. 

Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við Vísi að tæknibilun hafi orðið í öðrum hreyfli vélarinnar, sem muni ekki fljúga frekar í dag. Önnur flugvél hefur verið ræst út og er áætluð brottför til Zurich um klukkan hálf ellefu. Ekki fengust upplýsingar um það hversu margir farþegar voru um borð í vélinni til Zurich í morgun.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×