Innlent

Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur vegna bilunar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hér sést ferill vélarinnar í morgun en henni var snúið við skömmu eftir flugtak.
Hér sést ferill vélarinnar í morgun en henni var snúið við skömmu eftir flugtak. Skjáskot/Flight Radar

Farþegaþotu Icelandair var snúið við á leið frá Keflavík til borgarinnar Zurich í Sviss í morgun. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum. Þetta staðfestir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við Vísi. Mbl greindi fyrst frá í morgun.

Vélin, sem er af gerðinni Boeing 757-256 með skrán­ing­ar­núm­erið TF-ISV, fór af stað um klukkan 7:20 í morgun og var snúið við skömmu síðar eftir að bilunar varð vart. Viðbúnaður var virkjaður á Keflavíkurflugvelli í kjölfarið og flugvélin lenti á vellinum án vandkvæða um klukkan 8:20. 

Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við Vísi að tæknibilun hafi orðið í öðrum hreyfli vélarinnar, sem muni ekki fljúga frekar í dag. Önnur flugvél hefur verið ræst út og er áætluð brottför til Zurich um klukkan hálf ellefu. Ekki fengust upplýsingar um það hversu margir farþegar voru um borð í vélinni til Zurich í morgun.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.