Aldrei upplifað hraðari lendingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2019 10:35 Þórhildur Sunna gerir því ráð fyrir að komast til Zürich í tæka tíð fyrir framkvæmdarstjórnarfund Evrópuráðsþingsins á morgun. Vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, sem var um borð í flugvél Icelandair sem bilaði á leið til svissnesku borgarinnar Zürich í morgun, segir flugstjóra og áhöfn hafa staðið fagmannlega að öryggislendingu vélarinnar á Keflavíkurflugvelli. Hún gagnrýnir þó Icelandair fyrir skort á upplýsingagjöf til farþega eftir lendingu. Farþegaþotan sem um ræðir heitir Grábrók, er af gerðinni Boeing 757-256 og með skráningarnúmerið TF-ISV. Vélin fór af stað frá Keflavík um klukkan 7:20 í morgun og var snúið við skömmu síðar eftir að bilunar varð vart í hægri hreyfli. Viðbúnaður var virkjaður á Keflavíkurflugvelli í kjölfarið og flugvélin lenti á vellinum án vandkvæða um klukkan 8:20. 162 farþegar voru um borð.Þakklát flugstjóra og áhöfn „Við fengum tilkynningu u.þ.b. hálftíma, fjörutíu mínútum eftir að við lögðum af stað að flugstjórinn hefði þurft að slökkva á öðrum hreyfli vélarinnar. Mér fannst ekki alveg skýrt í upphafi hvers vegna það var en ég hef komist að því seinna að það var vegna þess að þeir misstu olíuþrýsting í hægri hreyfli vélarinnar,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Flugstjórinn hafi fullvissað farþega um að flugvélin væri hönnuð til að geta flogið og lent við slíkar aðstæður. Allt hafi blessunarlega farið vel. „En ég get nú ekki sagt að ég hafi verið fullkomlega óttalaus. Í fyrsta lagi er ekki þægileg tilfinning að annar af tveimur hreyflum vélarinnar virki ekki en sömuleiðis fannst mér alveg sjást að áhöfnin var ekki algjörlega áhyggjulaus. En þetta tókst vel og flugstjórinn kom okkur heilu og höldnu á staðinn og ég er þakklát fyrir það, og líka áhöfninni fyrir að hafa haldið ró sinni þrátt fyrir allt.“Hér sést ferill vélarinnar í morgun en henni var snúið við skömmu eftir flugtak.Skjáskot/Flight RadarGreip um sig hræðsla meðal farþega í vélinni?„Nei, miðað við svona uppákomur voru allir mjög rólegir. Og ég upplifði enga ofsahræðslu eða neitt slíkt í þessari vél. Það var aldrei þannig ástand í vélinni að manni liði eins og maður væri að hrapa. En þetta var vissulega hraðari lending en ég hef átt að venjast hingað til. En samt sem áður mýkri en margar lendingar sem ég hef átt á Keflavíkurflugvelli sökum veðurs.“Köld kveðja Icelandair til Svisslendinga Þó að lendingin hafi gengið vel segir Þórhildur Sunna að upplýsingagjöf Icelandair til farþega hafi verið ábótavant. Engar upplýsingar um næstu skref hafi fengist við komu í flugstöðina eftir lendingu og farþegar þurft að bíða talsvert eftir því að vera upplýstir. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Sérstaklega gagnvart útlendingunum í fluginu sem kannski þekkja ekki til staðarhátta hér og vita ekki nákvæmlega til hvers var ætlast af þeim, að það væri enginn sem tæki á móti okkur þegar við komum inn í flugstöðina til þess að upplýsa okkur um næstu skref. Mér fannst það óásættanlegt, sérstaklega gagnvart okkar vinum Svisslendingum sem voru á leiðinni heim eftir ferð á Íslandi. Mér fannst það heldur köld kveðja frá Icelandair til þeirra.“ Gert er ráð fyrir að ný vél fljúgi með strandaglópana klukkan 11:25. Þórhildur Sunna gerir því ráð fyrir að komast til Zürich í tæka tíð fyrir framkvæmdarstjórnarfund Evrópuráðsþingsins á morgun, þar sem hún mætir sem formaður laga- og mannréttindanefndar þingsins. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur vegna bilunar Farþegaþotu Icelandair var snúið við á leið frá Keflavík til borgarinnar Zurich í Sviss í morgun. 2. september 2019 09:18 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, sem var um borð í flugvél Icelandair sem bilaði á leið til svissnesku borgarinnar Zürich í morgun, segir flugstjóra og áhöfn hafa staðið fagmannlega að öryggislendingu vélarinnar á Keflavíkurflugvelli. Hún gagnrýnir þó Icelandair fyrir skort á upplýsingagjöf til farþega eftir lendingu. Farþegaþotan sem um ræðir heitir Grábrók, er af gerðinni Boeing 757-256 og með skráningarnúmerið TF-ISV. Vélin fór af stað frá Keflavík um klukkan 7:20 í morgun og var snúið við skömmu síðar eftir að bilunar varð vart í hægri hreyfli. Viðbúnaður var virkjaður á Keflavíkurflugvelli í kjölfarið og flugvélin lenti á vellinum án vandkvæða um klukkan 8:20. 162 farþegar voru um borð.Þakklát flugstjóra og áhöfn „Við fengum tilkynningu u.þ.b. hálftíma, fjörutíu mínútum eftir að við lögðum af stað að flugstjórinn hefði þurft að slökkva á öðrum hreyfli vélarinnar. Mér fannst ekki alveg skýrt í upphafi hvers vegna það var en ég hef komist að því seinna að það var vegna þess að þeir misstu olíuþrýsting í hægri hreyfli vélarinnar,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Flugstjórinn hafi fullvissað farþega um að flugvélin væri hönnuð til að geta flogið og lent við slíkar aðstæður. Allt hafi blessunarlega farið vel. „En ég get nú ekki sagt að ég hafi verið fullkomlega óttalaus. Í fyrsta lagi er ekki þægileg tilfinning að annar af tveimur hreyflum vélarinnar virki ekki en sömuleiðis fannst mér alveg sjást að áhöfnin var ekki algjörlega áhyggjulaus. En þetta tókst vel og flugstjórinn kom okkur heilu og höldnu á staðinn og ég er þakklát fyrir það, og líka áhöfninni fyrir að hafa haldið ró sinni þrátt fyrir allt.“Hér sést ferill vélarinnar í morgun en henni var snúið við skömmu eftir flugtak.Skjáskot/Flight RadarGreip um sig hræðsla meðal farþega í vélinni?„Nei, miðað við svona uppákomur voru allir mjög rólegir. Og ég upplifði enga ofsahræðslu eða neitt slíkt í þessari vél. Það var aldrei þannig ástand í vélinni að manni liði eins og maður væri að hrapa. En þetta var vissulega hraðari lending en ég hef átt að venjast hingað til. En samt sem áður mýkri en margar lendingar sem ég hef átt á Keflavíkurflugvelli sökum veðurs.“Köld kveðja Icelandair til Svisslendinga Þó að lendingin hafi gengið vel segir Þórhildur Sunna að upplýsingagjöf Icelandair til farþega hafi verið ábótavant. Engar upplýsingar um næstu skref hafi fengist við komu í flugstöðina eftir lendingu og farþegar þurft að bíða talsvert eftir því að vera upplýstir. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Sérstaklega gagnvart útlendingunum í fluginu sem kannski þekkja ekki til staðarhátta hér og vita ekki nákvæmlega til hvers var ætlast af þeim, að það væri enginn sem tæki á móti okkur þegar við komum inn í flugstöðina til þess að upplýsa okkur um næstu skref. Mér fannst það óásættanlegt, sérstaklega gagnvart okkar vinum Svisslendingum sem voru á leiðinni heim eftir ferð á Íslandi. Mér fannst það heldur köld kveðja frá Icelandair til þeirra.“ Gert er ráð fyrir að ný vél fljúgi með strandaglópana klukkan 11:25. Þórhildur Sunna gerir því ráð fyrir að komast til Zürich í tæka tíð fyrir framkvæmdarstjórnarfund Evrópuráðsþingsins á morgun, þar sem hún mætir sem formaður laga- og mannréttindanefndar þingsins.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur vegna bilunar Farþegaþotu Icelandair var snúið við á leið frá Keflavík til borgarinnar Zurich í Sviss í morgun. 2. september 2019 09:18 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur vegna bilunar Farþegaþotu Icelandair var snúið við á leið frá Keflavík til borgarinnar Zurich í Sviss í morgun. 2. september 2019 09:18