Dæmi um að handrukkarar beiti börn ofbeldi Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 3. september 2019 20:53 Funi segir mikilvægast að foreldrar fylgist vel með börnum sínum. stöð 2 Fíkniefnaheimurinn hefur sjaldan verið eins dulinn og hættulegur og í dag. Ungmenni geta í raun pantað sér vímuefni á netinu á jafn einfaldan máta eins og pizzu. Ef ekki er greitt fyrir efnin koma handrukkarar heim til fólks og beita, jafnvel börn ofbeldi. „Núna bara opnarðu símann og kíkir í eitthvað app og þar er allt dópið fyrir framan þig. Það er fólk að selja skotvopn og allt þarna inni sko. Ég meina það eru 200 bílar á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu einmitt núna tilbúnir að koma til þín ef þú hringir í þá og selja þér hvað sem er." Þetta er meðal þess sem kemur fram í Óminni, nýjum heimildaþætti sem verður sýndur á Stöð 2 í kvöld um vímuefnavandann hér á landi.Þáttinn í heild má sjá að neðan.„Þetta er allt dulið í okkar samfélagi. Þetta er allt á netinu, þetta er mjög aðgengilegt og það er mjög auðvelt fyrir alla að nálgast efni sem hafa áhuga á þessu. Jafnvel bara börn,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Ungmenni noti fleiri leiðir. „Það eru unglingar í dag sem ég veit af sem hafa farið og bara sagt við lækni: „heyrðu, ég er með svo mikinn kvíða og dudu-ruddu-du…“ fá uppáskrifað róandi sko,“ segir einn viðmælandi Óminnis. Fram koma áhrif hver áhrif slævandi lyfja geta verið. „Róandi og morfín er bara rosalega skaðlegt sko. Af því að þú sofnar og búinn að taka of mikið af einhverju… þá er bara hætta á því að þú vaknir ekkert aftur,“ segir ónafngreindur viðmælandi Óminnis. Og ef ekki er greitt kemur handrukkarinn til sögunar. „Þetta er það gagnlegasta sem þú getur átt,“ segir viðmælandinn og sýnir piparsprey. „Það er bara ekkert sem jafnast á við það. Af því þegar þú sparkar upp hurð og þú dúndrar, tæmir hann framan í fólk. Það hættir að geta andað, þú hættir að geta séð, hættir að geta hreyft þig því þú færð ekki súrefni í líkamann. Þú bara gjörsamlega dettur úr leik.“„Maður notar þetta líka til að þagga niður í fólki eins og konum. Eiginkonum. Versta falli börnum,“ bætir hann við. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, segist hafa heyrt dæmi um að handrukkarar beiti börn ofbeldi. „Það eru alltaf dæmi um að þau séu að lenda í slíku og svo eru líka ákveðnir aðilar sem koma hingað sem eru líka að beita handrukkunum. Þannig að jú, við höfum heyrt svona sögur,“ segir Funi. Hann segir ungmenni jafnvel fara að handrukka til að fjármagna eigin neyslu en oft séu þau líka að vinna sig úr skuld. Það sé talsvert ofbeldi í heimi fíkniefnanna þannig að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að ungmenni leiðist út í handrukkun. „Við sjáum það alveg skýrt hjá okkur. Það er bara mjög auðvelt og mikið aðgengi að fíkniefnum. Það er úti um allt.“ „Ég held það sé lykilatriði að foreldrar séu alltaf vakandi og djöflist alveg eins og þau geta og eru alltaf með nefið ofan í því sem börnin þeirra eru að gera. Ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Funi. „Ég fagna allri umræðu og það er bara rosalega gott að við séum að tala um þetta en ég held við þurfum að passa okkur að foreldrar eru lykilatriði í þessu.“ Fíkn Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Óminni Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Fíkniefnaheimurinn hefur sjaldan verið eins dulinn og hættulegur og í dag. Ungmenni geta í raun pantað sér vímuefni á netinu á jafn einfaldan máta eins og pizzu. Ef ekki er greitt fyrir efnin koma handrukkarar heim til fólks og beita, jafnvel börn ofbeldi. „Núna bara opnarðu símann og kíkir í eitthvað app og þar er allt dópið fyrir framan þig. Það er fólk að selja skotvopn og allt þarna inni sko. Ég meina það eru 200 bílar á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu einmitt núna tilbúnir að koma til þín ef þú hringir í þá og selja þér hvað sem er." Þetta er meðal þess sem kemur fram í Óminni, nýjum heimildaþætti sem verður sýndur á Stöð 2 í kvöld um vímuefnavandann hér á landi.Þáttinn í heild má sjá að neðan.„Þetta er allt dulið í okkar samfélagi. Þetta er allt á netinu, þetta er mjög aðgengilegt og það er mjög auðvelt fyrir alla að nálgast efni sem hafa áhuga á þessu. Jafnvel bara börn,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Ungmenni noti fleiri leiðir. „Það eru unglingar í dag sem ég veit af sem hafa farið og bara sagt við lækni: „heyrðu, ég er með svo mikinn kvíða og dudu-ruddu-du…“ fá uppáskrifað róandi sko,“ segir einn viðmælandi Óminnis. Fram koma áhrif hver áhrif slævandi lyfja geta verið. „Róandi og morfín er bara rosalega skaðlegt sko. Af því að þú sofnar og búinn að taka of mikið af einhverju… þá er bara hætta á því að þú vaknir ekkert aftur,“ segir ónafngreindur viðmælandi Óminnis. Og ef ekki er greitt kemur handrukkarinn til sögunar. „Þetta er það gagnlegasta sem þú getur átt,“ segir viðmælandinn og sýnir piparsprey. „Það er bara ekkert sem jafnast á við það. Af því þegar þú sparkar upp hurð og þú dúndrar, tæmir hann framan í fólk. Það hættir að geta andað, þú hættir að geta séð, hættir að geta hreyft þig því þú færð ekki súrefni í líkamann. Þú bara gjörsamlega dettur úr leik.“„Maður notar þetta líka til að þagga niður í fólki eins og konum. Eiginkonum. Versta falli börnum,“ bætir hann við. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, segist hafa heyrt dæmi um að handrukkarar beiti börn ofbeldi. „Það eru alltaf dæmi um að þau séu að lenda í slíku og svo eru líka ákveðnir aðilar sem koma hingað sem eru líka að beita handrukkunum. Þannig að jú, við höfum heyrt svona sögur,“ segir Funi. Hann segir ungmenni jafnvel fara að handrukka til að fjármagna eigin neyslu en oft séu þau líka að vinna sig úr skuld. Það sé talsvert ofbeldi í heimi fíkniefnanna þannig að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að ungmenni leiðist út í handrukkun. „Við sjáum það alveg skýrt hjá okkur. Það er bara mjög auðvelt og mikið aðgengi að fíkniefnum. Það er úti um allt.“ „Ég held það sé lykilatriði að foreldrar séu alltaf vakandi og djöflist alveg eins og þau geta og eru alltaf með nefið ofan í því sem börnin þeirra eru að gera. Ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Funi. „Ég fagna allri umræðu og það er bara rosalega gott að við séum að tala um þetta en ég held við þurfum að passa okkur að foreldrar eru lykilatriði í þessu.“
Fíkn Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Óminni Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira