Innlent

Gæti orðið dýralæknalaust í dreifbýli

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Charlotta segir að tíminn til breytinga sé naumur.
Charlotta segir að tíminn til breytinga sé naumur. Fréttablaðið/GVA.
Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir að núverandi starfsumhverfi þeirra sem sinna dreifbýlum svæðum sé óviðunandi og samningar úreltir.

Eru þetta svæði á borð við Ísafjörð, Dalabyggð, Húsavík og Egilsstaði.

Charlotta segir að dýralæknaskortur sé í landinu og samningar séu ekki nægilega háir til að halda fólki á þessum svæðum. „Þetta eru verktakagreiðslur og dýralæknar eru að fá rúmlega 400 þúsund krónur í laun. Samt eru þeir á vakt allan sólarhringinn, allt árið um kring og þurfa sjálfir að finna afleysingar.“

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað hóp til þess að leggja til breytingar á kerfinu en Charlotta óttast að það takist ekki áður en samningar renna út í lok október. Þegar er búið að bjóða dýralæknum óbreytta samninga en óvíst hvort þeir taki þeim. Þá gæti orðið dýralæknalaust á þessum svæðum.

„Það er skelfileg tilhugsun,“ segir Charlotta. „Þá verður mjög langt fyrir bændur að sækja þjónustu, eða ekki hægt. Tilkostnaður verður meiri og samgöngur eru oft óvissar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×