Innlent

Þurftu að millilenda í Dublin vegna veikinda farþega

Birgir Olgeirsson skrifar
Fluginu frá Alicante til Keflavíkur seinkaði um þrjá og hálfan tíma .
Fluginu frá Alicante til Keflavíkur seinkaði um þrjá og hálfan tíma . Vísir/vilhelm

Vél á vegum Icelandair þurfti að lenda óvænt á flugvellinum í Dublin á Írlandi í nótt vegna veikinda farþega. Um varð ræða flug Icelandair frá Alicante á Spáni til Íslands fyrir ferðaskrifstofuna Vita, sem er dótturfyrirtæki Icelandair.

Átti farþegaþotan að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 23:50 í gærkvöldi en var lent þar þremur og hálfum klukkutímum síðar, klukkan 03:24.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir í samtali við Vísi að millilenda þurfti í Dublin vegna veikinda farþega. Hún gat ekki tjáð sig frekar um málið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.