Fótbolti

Katarbúar kynntu merki HM 2022 í Katar á sama tíma út um allan heim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Merki HM 2022 í  var varpað upp á margar þekktar byggingar.
Merki HM 2022 í var varpað upp á margar þekktar byggingar. AP/Mosa'ab Elshamy
Það styttist í næstu heimsmeistarakeppni í fótbolta sem mun fara fram á mjög óvenjulegum tíma.

Íslenska landsliðið komst í fyrsta sinn á HM þegar keppnin fór fram í Rússlandi fyrir rúmu ári en núna eru knattspyrnufíklar farnir að telja niður í heimsmeistarakeppnina í Katar 2022.

Merki heimsmeistarakeppninnar í Katar 2022 var kynnt í gær, bæði í Doha, höfuðborg Katar, sem og í 27 öðrum stórborgum heimsins.

Merkið er undir sterkum arabískum áhrifum og byggt á útliti ullarsjals sem er mjög vinsælt á þessum slóðum yfir vetrarmánuðina.





Meðal staða þar sem mátti sjá merkið upp á húsum var á Leicester Square í London í Englandi og á Time Square í New York í Bandaríkjunum.

Katar hafði betur í baráttunni um að fá að halda HM 2022 en Bandaríkin, Ástralía, Suður-Kórea og Japan sátu eftir með sárt ennið.

Ákvörðunin var mjög umdeild á sínum tíma endra gríðarlegur hiti í Katar yfir sumarmánuðina. FIFA tók á endanum þá ákvörðun að keppnin færi fram undir loks ársins eða frá nóvemberlok þar til rétt fyrir jól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×