Innlent

Kemur í ljós á þriðjudag hvort mannréttindadómstóllinn taki Landsréttarmálið fyrir

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Skipan dómara við nýstofnaðan Landsrétt hefur dregið dilk á eftir sér.
Skipan dómara við nýstofnaðan Landsrétt hefur dregið dilk á eftir sér. Vísir/vilhelm

Það kemur í ljós þriðjudaginn 10. september hvort efri deild Mannréttindadómstóls Evrópu muni taka fyrir Landsréttarmálið.

Á heimasíðu Mannréttindadómstólsins kemur fram að næst komi efri deildin til fundar á mánudag og taki ákvörðun í málinu. Þá verður tilkynnt um niðurstöðuna á þriðjudag.

Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp úr að skipan dómara við Landsrétt árið 2017 hefði ekki verið í samræmi við lög og að íslenska ríkið hefði brotið á mannréttindum manns sem tryggð eru í mannréttindasáttmála Evrópu í mars.

Íslenska ríkið ákvað síðan í apríl að áfrýja niðurstöðunni til efri deildar dómstólsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.