Innlent

Kemur í ljós á þriðjudag hvort mannréttindadómstóllinn taki Landsréttarmálið fyrir

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Skipan dómara við nýstofnaðan Landsrétt hefur dregið dilk á eftir sér.
Skipan dómara við nýstofnaðan Landsrétt hefur dregið dilk á eftir sér. Vísir/vilhelm

Það kemur í ljós þriðjudaginn 10. september hvort efri deild Mannréttindadómstóls Evrópu muni taka fyrir Landsréttarmálið.

Á heimasíðu Mannréttindadómstólsins kemur fram að næst komi efri deildin til fundar á mánudag og taki ákvörðun í málinu. Þá verður tilkynnt um niðurstöðuna á þriðjudag.

Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp úr að skipan dómara við Landsrétt árið 2017 hefði ekki verið í samræmi við lög og að íslenska ríkið hefði brotið á mannréttindum manns sem tryggð eru í mannréttindasáttmála Evrópu í mars.

Íslenska ríkið ákvað síðan í apríl að áfrýja niðurstöðunni til efri deildar dómstólsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×