Innlent

Katrín ræddi um lífskjarasamninginn í Malmö

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Forsætisráðherra í Malmö
Forsætisráðherra í Malmö Mynd/Forsætisráðuneytið
Það vakti heimsathygli þegar það leit á tímabili út fyrir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra myndi ekki ná að funda með Mike Pence vegna ársþings norrænu verkalýðshreyfinganna. Katrín hélt ræðu sína á þinginu í Malmö í Svíþjóð í gær. 

Forsætisráðherra ávarpaði ársþing norrænu verkalýðshreyfinganna í gær þar sem hún fjallaði um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við lífskjarasamningana. Katrín sagði það vera nauðsynlegt að félagslegur og efnahagslegur stöðugleiki fari saman.

Þá lagði hún einnig áherslu á loftslagsmálin og sagði stjórnvöld þurfa að vinna með verkalýsðhreyfingunni að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum.

Í morgun fundaði Katrín svo með forsvarsmönnum norrænna verkalýðshreyfinga.


Tengdar fréttir

Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli

Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.

Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna

Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×