Innlent

Spá úrhellisrigningu á laugardag

Birgir Olgeirsson skrifar
Myndin sem fylgir sýnir úrkomuna milli klukkan 19 og 20 á laugardagskvöld en það mun rigna mikið allan daginn.
Myndin sem fylgir sýnir úrkomuna milli klukkan 19 og 20 á laugardagskvöld en það mun rigna mikið allan daginn. Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands býst við mikilli úrkomu á sunnan- og vestanlands á laugardag, einkum við Mýrdalsjökul. Búast má við vatnavöxtum á þessum svæðum og eru óbrúaðar ár mjög varasamar í slíkum aðstæðum. Myndin sem fylgir sýnir úrkomuna milli klukkan 19 og 20 á laugardagskvöld en það mun rigna mikið allan daginn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Sunnan 8-15 m/s, rigning og á köflum talsverð rigning um landið S- og V-vert, en úrkomuminna NA-til. Dregur úr vindi og vætu V-ast um kvöldið. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast N-lands.

Á sunnudag:
Suðvestan 5-10 m/s, skýjað með köflum og skúrir V-til, en léttir til NA- og A-lands. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast um landið NA-vert.

Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt með dálítilli vætu af og til og kólnandi veðri fyrir norðan, en skúrir og hiti upp í 12 stig sunnan heiða.

Á þriðjudag:
Vaxandi austlæg átt með rigningu og hlýindum, en lengst af þurrt norðantil.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með vætu fyrir norðan og svalt í veðri, en bjart sunnan heiða og milt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.