Innlent

Spá úrhellisrigningu á laugardag

Birgir Olgeirsson skrifar
Myndin sem fylgir sýnir úrkomuna milli klukkan 19 og 20 á laugardagskvöld en það mun rigna mikið allan daginn.
Myndin sem fylgir sýnir úrkomuna milli klukkan 19 og 20 á laugardagskvöld en það mun rigna mikið allan daginn. Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands býst við mikilli úrkomu á sunnan- og vestanlands á laugardag, einkum við Mýrdalsjökul. Búast má við vatnavöxtum á þessum svæðum og eru óbrúaðar ár mjög varasamar í slíkum aðstæðum. Myndin sem fylgir sýnir úrkomuna milli klukkan 19 og 20 á laugardagskvöld en það mun rigna mikið allan daginn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Sunnan 8-15 m/s, rigning og á köflum talsverð rigning um landið S- og V-vert, en úrkomuminna NA-til. Dregur úr vindi og vætu V-ast um kvöldið. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast N-lands.

Á sunnudag:

Suðvestan 5-10 m/s, skýjað með köflum og skúrir V-til, en léttir til NA- og A-lands. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast um landið NA-vert.

Á mánudag:

Norðlæg eða breytileg átt með dálítilli vætu af og til og kólnandi veðri fyrir norðan, en skúrir og hiti upp í 12 stig sunnan heiða.

Á þriðjudag:

Vaxandi austlæg átt með rigningu og hlýindum, en lengst af þurrt norðantil.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir norðlæga átt með vætu fyrir norðan og svalt í veðri, en bjart sunnan heiða og milt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×