Bjarni kynnir nýjan dómsmálráðherra Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. september 2019 16:41 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur valið nýjan dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun kynna nýjan dómsmálaráðherra til leiks á fundi sem hann hefur boðað til klukkan 17 í Valhöll. Vísir hefur fjallað ítarlega um fyrirhugaðar hrókeringar í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars var uppi sú kenning að hann færi í víðtækari breytingar en þær að kynna nýjan ráðherra í dómsmálaráðuneytið. Fyrir lá að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gegndi því embætti aðeins til bráðabirgða eftir að Sigríður Á. Andersen hrökklaðist þaðan í kjölfar Landsréttarmálsins.Sjá einnig:Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinuÝmsir eru kallaðir enda togast ýmis sjónarmið á; staða forystunnar gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu annars vegar og á hinn bóginn gagnvart óánægðum hópi innan flokksins sem hefur látið ófriðlega meðal annars í Orkupakkamálinu og reyndar fleiri málum. Þá takast á kynjasjónarmið andspænis sjónarmiðum sem snúa að kjördæmafyrirkomulagi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur verið nefnd en hún þykir hafa það á móti sér að vera ritari flokksins sem myndi þá þýða að öll forystan; formaður, varaformaður og ritari væru komin í ríkisstjórn. Hún er auk þess ekki vinsæl meðal hinna ósáttu í flokknum. Þannig eru ýmis sjónarmið sem Bjarni þarf að líta til. Brynjar Níelsson hefur verið nefndur sem mögulegur ráðherra, Páll Magnússon oddviti á Suðurlandi, Haraldur Benediksson, Birgir Ármannsson og þá hefur Vísir einnig heyrt því fleygt að Bryndís Haraldsdóttir komi til greina. Auk þess er ekki hægt að líta fram hjá því að Sigríður Á. Andersen kemur til greina en Bjarni hefur sagt að hún eigi að afturkvæmt. Samkvæmt heimildum Vísis mun nokkur órói vera í röðum Vinstri grænna, samstarfsflokksins í ríkisstjórn, en það yrði túlkað sem ögrun við Katrínu Jakobsdóttur sem taldi á sínum tíma ekki stætt á því að Sigríði væri sætt. Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinu Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 14:54 Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun kynna nýjan dómsmálaráðherra til leiks á fundi sem hann hefur boðað til klukkan 17 í Valhöll. Vísir hefur fjallað ítarlega um fyrirhugaðar hrókeringar í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars var uppi sú kenning að hann færi í víðtækari breytingar en þær að kynna nýjan ráðherra í dómsmálaráðuneytið. Fyrir lá að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gegndi því embætti aðeins til bráðabirgða eftir að Sigríður Á. Andersen hrökklaðist þaðan í kjölfar Landsréttarmálsins.Sjá einnig:Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinuÝmsir eru kallaðir enda togast ýmis sjónarmið á; staða forystunnar gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu annars vegar og á hinn bóginn gagnvart óánægðum hópi innan flokksins sem hefur látið ófriðlega meðal annars í Orkupakkamálinu og reyndar fleiri málum. Þá takast á kynjasjónarmið andspænis sjónarmiðum sem snúa að kjördæmafyrirkomulagi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur verið nefnd en hún þykir hafa það á móti sér að vera ritari flokksins sem myndi þá þýða að öll forystan; formaður, varaformaður og ritari væru komin í ríkisstjórn. Hún er auk þess ekki vinsæl meðal hinna ósáttu í flokknum. Þannig eru ýmis sjónarmið sem Bjarni þarf að líta til. Brynjar Níelsson hefur verið nefndur sem mögulegur ráðherra, Páll Magnússon oddviti á Suðurlandi, Haraldur Benediksson, Birgir Ármannsson og þá hefur Vísir einnig heyrt því fleygt að Bryndís Haraldsdóttir komi til greina. Auk þess er ekki hægt að líta fram hjá því að Sigríður Á. Andersen kemur til greina en Bjarni hefur sagt að hún eigi að afturkvæmt. Samkvæmt heimildum Vísis mun nokkur órói vera í röðum Vinstri grænna, samstarfsflokksins í ríkisstjórn, en það yrði túlkað sem ögrun við Katrínu Jakobsdóttur sem taldi á sínum tíma ekki stætt á því að Sigríði væri sætt.
Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinu Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 14:54 Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinu Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 14:54
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00