Arnar Þór sér marga framtíðar A-landsliðsmenn í U21-hópnum og stefnir með liðið á stórmót Anton Ingi Leifsson skrifar 5. september 2019 22:00 Karlalandsliðið í fótbolta spilar á laugardag en á morgun hefst undankeppni Evrópumóts leikmanna 21 árs og yngri. Ísland og Lúxemborg mætast á Víkingsvellinum klukkan 16 á morgun, beint á Stöð 2 Sport, en leikurinn er fyrsti mótsleikur í nýrri undankeppni EM 2021. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru nýtt þjálfarateymi íslenska landsliðsins og Arnar er brattur fyrir komandi keppni. „Við setjum þetta upp þannig að við viljum að strákarnir þori að koma fram og segja að við ætlum að vinna. Það er ósköp einfalt,“ sagði Arnar í samtali við nafna sinn, Björnsson, á æfingu liðsins í Víkinni í dag. „Ef við viljum búa til A-landsliðsmenn framtíðar með leikmönnum úr U21-árs landsliðinu þá þurfum við að þora að stíga upp og þora að vinna leiki. Það er ákveðinn vani að venjast því að vera ekki alltaf þessi „underdog“ og geta tekið leiki í okkar hendum og stjórnað þeim.“U21 árs landslið karla mætir Lúxemborg á föstudag í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2021. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 17:00. Miðasala er í fullum gangi á https://t.co/iwyH4UEb7xhttps://t.co/Xl3Xt7xb8u Allir á völlinn!#fyririsland — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 5, 2019 „Ég var að ræða við Eið Smára í gær að við höfum séð góða og jákvæða þróun á okkar leikmönnum síðan að við tókum við í mars. Við erum búnir að fylgjast með mörgum leikjum í sumar og það eru margir að taka skrefið sem til þarf að komast á hærra level.“ Arnari líst vel á komandi undankeppni og leikmannahópinn. Hann segir stefnan sé sett á stórmót með þetta lið. „Ég er nánast pottþéttur á því að það eru margir framtíðar A-landsliðsmenn í þessum hópi og við leggjum upp með það að komast á lokamót með yngri landsliðin því það er einnig mikilvægt fyrir A-landsliðið.“ „Við ætlum að stefna á það að komast sem lengst og svo verður það að koma í ljós hvar skipið strandar en göngum út frá því að við ströndum ekkert og getum farið langt,“ sagði kokhraustur Arnar. Íslenski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira
Karlalandsliðið í fótbolta spilar á laugardag en á morgun hefst undankeppni Evrópumóts leikmanna 21 árs og yngri. Ísland og Lúxemborg mætast á Víkingsvellinum klukkan 16 á morgun, beint á Stöð 2 Sport, en leikurinn er fyrsti mótsleikur í nýrri undankeppni EM 2021. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru nýtt þjálfarateymi íslenska landsliðsins og Arnar er brattur fyrir komandi keppni. „Við setjum þetta upp þannig að við viljum að strákarnir þori að koma fram og segja að við ætlum að vinna. Það er ósköp einfalt,“ sagði Arnar í samtali við nafna sinn, Björnsson, á æfingu liðsins í Víkinni í dag. „Ef við viljum búa til A-landsliðsmenn framtíðar með leikmönnum úr U21-árs landsliðinu þá þurfum við að þora að stíga upp og þora að vinna leiki. Það er ákveðinn vani að venjast því að vera ekki alltaf þessi „underdog“ og geta tekið leiki í okkar hendum og stjórnað þeim.“U21 árs landslið karla mætir Lúxemborg á föstudag í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2021. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 17:00. Miðasala er í fullum gangi á https://t.co/iwyH4UEb7xhttps://t.co/Xl3Xt7xb8u Allir á völlinn!#fyririsland — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 5, 2019 „Ég var að ræða við Eið Smára í gær að við höfum séð góða og jákvæða þróun á okkar leikmönnum síðan að við tókum við í mars. Við erum búnir að fylgjast með mörgum leikjum í sumar og það eru margir að taka skrefið sem til þarf að komast á hærra level.“ Arnari líst vel á komandi undankeppni og leikmannahópinn. Hann segir stefnan sé sett á stórmót með þetta lið. „Ég er nánast pottþéttur á því að það eru margir framtíðar A-landsliðsmenn í þessum hópi og við leggjum upp með það að komast á lokamót með yngri landsliðin því það er einnig mikilvægt fyrir A-landsliðið.“ „Við ætlum að stefna á það að komast sem lengst og svo verður það að koma í ljós hvar skipið strandar en göngum út frá því að við ströndum ekkert og getum farið langt,“ sagði kokhraustur Arnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira