Fótbolti

„Messi getur farið frá Barcelona þegar hann vill“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jafnaldarnir Messi og Pique hafa unnið fjölda titla með Barcelona.
Jafnaldarnir Messi og Pique hafa unnið fjölda titla með Barcelona. vísir/getty
Gerard Pique segir að Lionel Messi, samherji sinn hjá Barcelona, geti farið frá félaginu þegar hann vill. Hann á samt ekki von á því að það gerist á næstunni.

Samningur Messi við Barcelona gildir til ársins 2021. Í samningnum er hins vegar ákvæði sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið eftir hvert tímabil. Messi er því með svipaðan samning og Xavi, Andrés Iniesta og Carles Puyol voru með síðustu ár sín hjá Barcelona.

„Ég veit að Messi getur farið frítt eftir hvert tímabil,“ sagði Pique.

„En öllum er kunnugt um hollustu Messi við Barcelona og ég hef engar áhyggjur. Hann hefur unnið sér inn rétt til að gera það sem hann vill eftir allt sem hann hefur gert fyrir félagið.“

Barcelona ku ætla að bjóða hinum 32 ára Messi nýjan samning á næstunni. Argentínumaðurinn hefur leikið með Barcelona allan sinn feril og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 603 mörk.

Messi hefur ekki enn leikið með Barcelona á þessu tímabili vegna kálfameiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×