Innlent

Hengils­hlaupinu frestað vegna veðurs

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá Hengilshlaupinu í fyrra.
Frá Hengilshlaupinu í fyrra. facebook/skjáskot

Hengils Ultra hlaupinu hefur verið frestað þar til í kvöld vegna veðurs. Hlaupið átti að hefjast í gærkvöldi en því var frestað þar til klukkan átta í kvöld. Einar Bárðarson, einn skipuleggjenda hlaupsins, skrifar þetta í færslu á Facebook síðu sinni.

Hengill Ultra er lengsta utanvegahlaup á Íslandi og er nú haldið áttunda árið í röð. Hlaupið er frá Skyrgerðinni í Hveragerði, upp Reykjadal að Ölkelduhnjúki og í kring um hann. Þá heldur hluti hóps áfram inn að Hengli og niður Sleggjubeinsskarð.

Í tilkynningu frá Einari segir að rigning síðasta sólarhring hafi verið of mikil og hafi ákvörðunin um að fresta hlaupinu því verið tekin af öryggisástæðum. Þá verði öryggi keppenda að vera í fyrirrúmi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.