Innlent

Allt að 17 stiga hiti í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hlýjast verður á Austurlandi í dag. Myndin er frá Egilsstöðum.
Hlýjast verður á Austurlandi í dag. Myndin er frá Egilsstöðum. Vísir/vilhelm

Nokkuð hlýtt verður á landinu í dag og töluvert rólegra veður sunnan- og vestanlands en í lægðagangi gærdagsins. Einkum verður hlýtt austantil þar sem hiti gæti farið upp í 16 til 17 stig. Hiti verður þó yfirleitt á bilinu 10 til 13 stig. Þá má má búast við sunnanátt, víða 5 til 10 m/s, og skúrum.

Á morgun verður norðaustanátt, 5-10 m/s norðvestantil á landinu og rigning þar um tíma í fyrramálið. Annars er búist við hægari vindi og skúrum á víð og dreif um landið. Hiti 6 til 13 stig, svalast nyrst.

Á þriðjudag er útlit fyrir vaxandi austanátt með rigningu, fyrst sunnantil á landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Fremur hæg breytileg átt, en norðaustan 5-10 NV-til. Víða lítilsháttar skúrir, hiti 6 til 13 stig.

Á þriðjudag:
Austan 5-13, en 13-18 með suðurströndinni. Súld eða rigning, en þurrt N-lands fram á kvöld. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Norðanátt og rigning fyrir norðan, en úrkomulítið syðra. Hiti 5 til 13 stig, mildast S-lands.

Á fimmtudag:
Breytileg átt, skýjað og rigning með köflum N- og A-til. Heldur kólnandi.

Á föstudag:
Vestlæg átt og skúrir, en úrkomulítið A-lands. Hiti 4 til 10 stig.

Á laugardag:
Suðlæg átt og rigning, einkum S- og V-lands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.