Vilja komast í sjóinn í dag Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 13:06 Sundkonurnar í Marglyttunum voru svekktar yfir að geta ekki lagt af stað í Ermasundið vegna veðurs. Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. Marglytturnar ætluðu að nýta sér veðurglugga í nótt fyrir boðsund yfir Ermasundið. Ótalmargt þarf að ganga upp líkt og hagstæðir vindar, straumar, ölduhæð og tími flóðs og fjöru. Skipstjóri eftirlitsbáts þeirra taldi aðstæður ekki nógu góðar og ákvað því að fresta förinni að sögn Soffíu Sigurgeirsdóttur, skupuleggjanda. „Við erum að tala um alveg þrettán metra á sekúndu, þá fyrstu fyrstu fjóra til fimm tímana í sundinu og þeim fannst það ekki ganga upp. Ölduhæðin var það mikil og straumar það harðir að þeir treystu sér í raun ekki til að fylgja stefnu og vera við hliðina á sundamanninum," segir Soffía. Ermarsundið hefur verið kallað „Mount Everest sjósundfólks". Leiðin er um 34 kílómetrar; milli borganna Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Margir synda þó í reynd jafnvel tvöfalt lengra vegna harðra strauma. Áætlaður sundtími 16 til 18 klukkustundir en hver og ein marglytta syndir klukkustund í einu. Í nótt hafði öllu verið pakkað, mat, sjóveikisplástrum og auka sundfötum og því voru þær svekktar þegar sundið var blásið af. „Þrátt fyrir vindinn sem mætti okkur þarna á höfninni vildu þær fara af stað," segir Soffía. Kukkan þrjú í dag að íslenskum tíma verður fundað um stöðuna. Séu aðstæður góðar verður lagt af stað. „Í rauninni mætum við bara eins og við séum að leggja af stað með allt dótið og þá verður bara tekin ákvörðun." Ef það gengur ekki upp er spáin góð á þriðjudag. Marglytturnar viilja þó ólmar komast af stað í dag. „Þó að það sé verið að synda yfir nóttina og í myrkri, af því það eru svo margir þættir sem hafa áhrif á veðurskilyrðin hérna. Við erum bara vogóðar um að fá leyfi til að leggja af stað seinnipartinn í dag," segir Soffía. Sjósund Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Sjá meira
Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. Marglytturnar ætluðu að nýta sér veðurglugga í nótt fyrir boðsund yfir Ermasundið. Ótalmargt þarf að ganga upp líkt og hagstæðir vindar, straumar, ölduhæð og tími flóðs og fjöru. Skipstjóri eftirlitsbáts þeirra taldi aðstæður ekki nógu góðar og ákvað því að fresta förinni að sögn Soffíu Sigurgeirsdóttur, skupuleggjanda. „Við erum að tala um alveg þrettán metra á sekúndu, þá fyrstu fyrstu fjóra til fimm tímana í sundinu og þeim fannst það ekki ganga upp. Ölduhæðin var það mikil og straumar það harðir að þeir treystu sér í raun ekki til að fylgja stefnu og vera við hliðina á sundamanninum," segir Soffía. Ermarsundið hefur verið kallað „Mount Everest sjósundfólks". Leiðin er um 34 kílómetrar; milli borganna Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Margir synda þó í reynd jafnvel tvöfalt lengra vegna harðra strauma. Áætlaður sundtími 16 til 18 klukkustundir en hver og ein marglytta syndir klukkustund í einu. Í nótt hafði öllu verið pakkað, mat, sjóveikisplástrum og auka sundfötum og því voru þær svekktar þegar sundið var blásið af. „Þrátt fyrir vindinn sem mætti okkur þarna á höfninni vildu þær fara af stað," segir Soffía. Kukkan þrjú í dag að íslenskum tíma verður fundað um stöðuna. Séu aðstæður góðar verður lagt af stað. „Í rauninni mætum við bara eins og við séum að leggja af stað með allt dótið og þá verður bara tekin ákvörðun." Ef það gengur ekki upp er spáin góð á þriðjudag. Marglytturnar viilja þó ólmar komast af stað í dag. „Þó að það sé verið að synda yfir nóttina og í myrkri, af því það eru svo margir þættir sem hafa áhrif á veðurskilyrðin hérna. Við erum bara vogóðar um að fá leyfi til að leggja af stað seinnipartinn í dag," segir Soffía.
Sjósund Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Sjá meira