Arnar Þór: Hefði viljað slátra þeim Þór Símon Hafþórsson skrifar 9. september 2019 19:40 Arnar Þór Viðarsson er þjálfari U21 landsliðs Íslands vísir/bára „Frábært að vinna 6-1. Maður vill auðvitað vinna stærra og það var svekkjandi að fá mark á sig. En drengirnir spiluðu frábærlega og skoruðu glæsileg mörk,“ sagði ánægður þjálfari U21 landsliðs okkar Íslendinga eftir öruggan 6-1 sigur á Armenum í undankeppni EM U21. Ísland fór inn í hálfleik með örugga 3-0 forrystu en um miðbik seinni hálfleiks minnkuðu Armenar muninn. Það keyrði þó aðeins okkar menn upp í efsta gír en örfáum mínútum síðar var staðan 6-1 og þannig enduðu leikar. „Við slökuðum aðeins á í seinni hálfleik en ég hefði helst þá bara viljað slátra þeim. Við getum lært af þessum leik eins og öllum öðrum en það er ekki annað hægt en að vera ánægður eftir 6-1 sigur,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Ég sá þá spila gegn Írum á föstudaginn og þeir voru mjög skipulagðir og miklu betri en t.d. Lúxemborg. Við hinsvegar kláruðum þá í seinni og þá byrjuðu þeir að vera pirraðir og missa skipulagið og þá vil ég bara slátra liðum.“ Íslenska liðið fékk fullt af færum til að bæta við enn fleiri mörkum en ef eitthvað má marka orð Arnars þá er engu líkara en að honum hafi fundist liðið leika aðeins á bremsuni í restina. „Maður þarf ekkert að vera feiminn við að skora 10 mörk. Drengirnir mega alveg læra það.“ Ísland því með fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leikina gegn Armenum og Lúxemborg en hin þrjú liðin í riðlinum eru heldur betur af stærri gerðinni en næstu leikir eru gegn Svíum, Írum og Ítalíu. „Við erum vongóðir að geta strítt þessum liðum og við erum óhræddir við að segja það að við ætlum okkur langt í þessum riðli.“ Fótbolti Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sjá meira
„Frábært að vinna 6-1. Maður vill auðvitað vinna stærra og það var svekkjandi að fá mark á sig. En drengirnir spiluðu frábærlega og skoruðu glæsileg mörk,“ sagði ánægður þjálfari U21 landsliðs okkar Íslendinga eftir öruggan 6-1 sigur á Armenum í undankeppni EM U21. Ísland fór inn í hálfleik með örugga 3-0 forrystu en um miðbik seinni hálfleiks minnkuðu Armenar muninn. Það keyrði þó aðeins okkar menn upp í efsta gír en örfáum mínútum síðar var staðan 6-1 og þannig enduðu leikar. „Við slökuðum aðeins á í seinni hálfleik en ég hefði helst þá bara viljað slátra þeim. Við getum lært af þessum leik eins og öllum öðrum en það er ekki annað hægt en að vera ánægður eftir 6-1 sigur,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Ég sá þá spila gegn Írum á föstudaginn og þeir voru mjög skipulagðir og miklu betri en t.d. Lúxemborg. Við hinsvegar kláruðum þá í seinni og þá byrjuðu þeir að vera pirraðir og missa skipulagið og þá vil ég bara slátra liðum.“ Íslenska liðið fékk fullt af færum til að bæta við enn fleiri mörkum en ef eitthvað má marka orð Arnars þá er engu líkara en að honum hafi fundist liðið leika aðeins á bremsuni í restina. „Maður þarf ekkert að vera feiminn við að skora 10 mörk. Drengirnir mega alveg læra það.“ Ísland því með fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leikina gegn Armenum og Lúxemborg en hin þrjú liðin í riðlinum eru heldur betur af stærri gerðinni en næstu leikir eru gegn Svíum, Írum og Ítalíu. „Við erum vongóðir að geta strítt þessum liðum og við erum óhræddir við að segja það að við ætlum okkur langt í þessum riðli.“
Fótbolti Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sjá meira