Segir réttaróvissu enn vera til staðar og undirmönnun sé áhyggjuefni Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2019 20:56 Helga Vala segir réttaróvissu enn vera til staðar og að undirmönnun dómstólsins sé áhyggjuefni. vísir/vilhelm Fyrr í dag bárust fregnir af því að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ákveðið að taka fyrir Landsréttarmálið svonefnda. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðunina ekki breyta því að réttaróvissa sé enn til staðar vegna fyrri dóms Mannréttindadómstólsins. „Nú lítur greinilega yfirdeildin svo á að málið sé það alvarlegt, enda varðar þetta heilt dómstig í landinu, þannig að núna þá verður þetta bara skoðað hjá yfirdeild þar sem það eru tæplega tuttugu dómarar sem fara yfir þetta. Niðurstaðan liggur þá fyrir eftir tólf til átján mánuði um það bil,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stjórnvöld áfrýjuðu fyrri dómi Mannréttindadómstólsins Mannréttindadómstóllinn dæmdi í mars síðastliðnum að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu vegna skipan fjögurra dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað fjóra dómara þvert á álit hæfisnefndar. Stjórnvöld áfrýjuðu dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins og í dag ákváðu fimm dómarar í yfirdeild dómstólsins að málið yrði tekið fyrir. Segir réttaróvissu enn vera til staðar Þannig að það er enn þá réttaróvissa? „Já það hefur ekkert breyst. Við erum auðvitað enn þá með undirmannaðan Landsrétt. Það eru tveir dómarar sem féllust á þá beiðni að fara í leyfi, tveir dómarar eru enn þá sem hafa ekki tekið ákvörðun um slíkt,“ sagði Helga jafnframt og sagði þetta vera slæmt fyrir málastöðu Landsréttar. „Rétturinn er undirmannaður hvað tvo varðar og það er auðvitað alveg ferlegt, af því það er þegar kominn dágóður hali, þetta eru sex mánuðir sem að rétturinn hefur ekki verið með fulla virkni.“Sjá einnig: Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Helga vill að áhersla verði lögð á að fullmanna Landsrétt til að draga úr uppsöfnun mála. „Ég held að við þurfum allavega að byrja á því að taka ákvörðun um að fullmanna Landsrétt. Réttaróvissan er hins vegar enn þá til staðar, það er fjöldi mála bæði í Hæstarétti og úti í Strasbourg sem að er verið að fara yfir, í þeim málum sem að þessir fjórir dómarar dæmdu áður.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Tengdar fréttir Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59 Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30 Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. 8. september 2019 22:26 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Fyrr í dag bárust fregnir af því að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ákveðið að taka fyrir Landsréttarmálið svonefnda. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðunina ekki breyta því að réttaróvissa sé enn til staðar vegna fyrri dóms Mannréttindadómstólsins. „Nú lítur greinilega yfirdeildin svo á að málið sé það alvarlegt, enda varðar þetta heilt dómstig í landinu, þannig að núna þá verður þetta bara skoðað hjá yfirdeild þar sem það eru tæplega tuttugu dómarar sem fara yfir þetta. Niðurstaðan liggur þá fyrir eftir tólf til átján mánuði um það bil,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stjórnvöld áfrýjuðu fyrri dómi Mannréttindadómstólsins Mannréttindadómstóllinn dæmdi í mars síðastliðnum að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu vegna skipan fjögurra dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað fjóra dómara þvert á álit hæfisnefndar. Stjórnvöld áfrýjuðu dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins og í dag ákváðu fimm dómarar í yfirdeild dómstólsins að málið yrði tekið fyrir. Segir réttaróvissu enn vera til staðar Þannig að það er enn þá réttaróvissa? „Já það hefur ekkert breyst. Við erum auðvitað enn þá með undirmannaðan Landsrétt. Það eru tveir dómarar sem féllust á þá beiðni að fara í leyfi, tveir dómarar eru enn þá sem hafa ekki tekið ákvörðun um slíkt,“ sagði Helga jafnframt og sagði þetta vera slæmt fyrir málastöðu Landsréttar. „Rétturinn er undirmannaður hvað tvo varðar og það er auðvitað alveg ferlegt, af því það er þegar kominn dágóður hali, þetta eru sex mánuðir sem að rétturinn hefur ekki verið með fulla virkni.“Sjá einnig: Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Helga vill að áhersla verði lögð á að fullmanna Landsrétt til að draga úr uppsöfnun mála. „Ég held að við þurfum allavega að byrja á því að taka ákvörðun um að fullmanna Landsrétt. Réttaróvissan er hins vegar enn þá til staðar, það er fjöldi mála bæði í Hæstarétti og úti í Strasbourg sem að er verið að fara yfir, í þeim málum sem að þessir fjórir dómarar dæmdu áður.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Tengdar fréttir Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59 Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30 Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. 8. september 2019 22:26 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59
Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30
Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. 8. september 2019 22:26