Fótbolti

Hazard valinn bestur í Evrópudeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hazard með Evrópudeildarbikarinn.
Hazard með Evrópudeildarbikarinn. vísir/getty

Eden Hazard var valinn besti leikmaður Evrópudeildarinnar tímabilið 2018-19.


Belginn átti stóran þátt í því að Chelsea vann Evrópudeildina og skoraði m.a. tvö mörk í úrslitaleiknum gegn Arsenal. Það var síðasti leikur hans fyrir Chelsea en Hazard var seldur til Real Madrid í sumar.

Hazard var einn þriggja sem var tilnefndur sem besti leikmaður Evrópudeildarinnar.

Hinir voru Olivier Giroud, leikmaður Chelsea og markakóngur Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili, og Luka Jovic, sem lék með Eintracht Frankfurt á síðasta tímabili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.