Innlent

Búast má við umferðartöfum við Laugarvatn í dag

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
570 hjólreiðamenn eru skráðir til keppni.
570 hjólreiðamenn eru skráðir til keppni. Facebook
Hjólreiðakeppnin KIA Gullhringurinn fer fram á Laugarvatni í dag og er þetta í áttunda sinn sem keppnin er haldin.

570 hjólreiðamenn eru skráðir til keppni sem verður ræst klukkan fjögur í dag. Ökumenn og vegfarendur í kringum Laugarvatn og Bláskógabyggð mega því búast við stuttum umferðartöfum á tímabilinu hálf fjögur til hálf fimm í dag og svo aftur frá klukkan sex og til klukkan átta í kvöld.

Keppendurnir munu hjóla frá Laugarvatni, leið sem í daglegu tali er kölluð Gullni hringurinn, þar sem farið verður fram hjá Gullfossi, Geysi og Þingvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×