Innlent

Búast má við umferðartöfum við Laugarvatn í dag

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
570 hjólreiðamenn eru skráðir til keppni.
570 hjólreiðamenn eru skráðir til keppni. Facebook

Hjólreiðakeppnin KIA Gullhringurinn fer fram á Laugarvatni í dag og er þetta í áttunda sinn sem keppnin er haldin.

570 hjólreiðamenn eru skráðir til keppni sem verður ræst klukkan fjögur í dag. Ökumenn og vegfarendur í kringum Laugarvatn og Bláskógabyggð mega því búast við stuttum umferðartöfum á tímabilinu hálf fjögur til hálf fimm í dag og svo aftur frá klukkan sex og til klukkan átta í kvöld.

Keppendurnir munu hjóla frá Laugarvatni, leið sem í daglegu tali er kölluð Gullni hringurinn, þar sem farið verður fram hjá Gullfossi, Geysi og Þingvelli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.