Fótbolti

Spilaði í Barcelona og Stoke en verður nú samherji Arons undir stjórn Heimis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Muniesa í leik með Girona.
Muniesa í leik með Girona. vísir/getty

Hinn 26 ára gamli varnarmaður, Marc Muniesa, hefur sagt upp samningi sínum við spænska liðið Girona og er orðinn lærisveinn Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi.

Það eru ekki nema sex ár síðan Muniesa var í sigurliði U21-árs landslið Spánverja á EM en sama ár skipti hann til Stoke í ensku úrvalsdeildinni.

Hann yfirgaf Stoke hins veagr á síðasta ári og gekk í raðir Girona eftir að hafa leikið með þeim á láni tímabilið á undan.

Nú hefur hann ákveðið hins vegar að færa sig til Katar þar sem hann verður lærisveinn Heimis og samherji landsliðsfyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar.

Heimir hefur náð að styrkja liðið í sumar en ásamt Aroni og Muniesa er þýski framherjinn Pierre-Michel Lasogga kominn til félagsins. Hann gerði garðinn fræginn með HSV.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.