Fótbolti

Spilaði í Barcelona og Stoke en verður nú samherji Arons undir stjórn Heimis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Muniesa í leik með Girona.
Muniesa í leik með Girona. vísir/getty
Hinn 26 ára gamli varnarmaður, Marc Muniesa, hefur sagt upp samningi sínum við spænska liðið Girona og er orðinn lærisveinn Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi.

Það eru ekki nema sex ár síðan Muniesa var í sigurliði U21-árs landslið Spánverja á EM en sama ár skipti hann til Stoke í ensku úrvalsdeildinni.







Hann yfirgaf Stoke hins veagr á síðasta ári og gekk í raðir Girona eftir að hafa leikið með þeim á láni tímabilið á undan.

Nú hefur hann ákveðið hins vegar að færa sig til Katar þar sem hann verður lærisveinn Heimis og samherji landsliðsfyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar.

Heimir hefur náð að styrkja liðið í sumar en ásamt Aroni og Muniesa er þýski framherjinn Pierre-Michel Lasogga kominn til félagsins. Hann gerði garðinn fræginn með HSV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×