Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að það komi til greina að stofna til formlegs samráðsvettvangs með Norðurlöndunum fimm. Forsætisráðherrar Norðurlandanna funduðu með Merkel í dag og stefnt er á að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta svæði heimsins. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður rýnt í tekjublað Frjálsrar verslunar. Þar kemur meðal annars fram að hæstlaunaði forstjóri Íslands er með þrettánföld laun forsætisráðherra.

Rætt verður við leiðtoga Grænlendinga um kauptilboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og síðast en ekki síst sýnum við frá frumsýningu Héraðsins á Sauðárkróki en myndin er byggð á samskiptum bænda og kaupfélagsins þar í héraðinu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.