Fótbolti

Glódís og stöllur hennar héldu hreinu í níunda sinn í 14 deildarleikjum á tímabilinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís hefur leikið allan tímann í öllum deildarleikjum Rosengård á tímabilinu.
Glódís hefur leikið allan tímann í öllum deildarleikjum Rosengård á tímabilinu. vísir/vilhelm

Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Rosengård sem gerði markalaust jafntefli við Växjö í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Rosengård er enn á toppi deildarinnar, nú með tveggja stiga forskot á Göteborg.

Fyrir leikinn í kvöld var Rosengård búið að vinna þrjá leiki í röð. Liðið hefur unnið níu af fyrstu 14 leikjum sínum á tímabilinu, gert fjögur jafntefli og aðeins tapað einum leik.

Rosengård hefur fengið á sig fæst mörk allra í sænsku deildinni, eða aðeins átta.

Glódís og stöllur hennar hafa haldið níu sinnum hreinu í 14 deildarleikjum á tímabilinu.

Glódís hefur leikið hverja einustu mínútu í öllum 14 deildarleikjum Rosengård í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.