Lífið

Mál­verk af Trump vekur kátínu net­verja

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Málverkið af Trump hefur vakið upp ýmsar spurningar: Hvar er hann staddur? Er málverkið þurrt eða blautt? Hvað er undir efnisbútnum?
Málverkið af Trump hefur vakið upp ýmsar spurningar: Hvar er hann staddur? Er málverkið þurrt eða blautt? Hvað er undir efnisbútnum? twitter/skjáskot

Íhaldssami listamaðurinn Jon McNaughton birti á þriðjudag nýjasta verk sitt í röð málverka sem öll tengjast slagorði forsetans MAGA (Gerum Bandaríkin frábær aftur) á einn eða annan hátt. Verkið heitir „Meistaraverkið“ (e. The Masterpiece) og sýnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, afhjúpa málverk þar sem hann situr í skrifstofustól í byggingu sem líkist dómkirkju.

Málverkið sem forsetinn afhjúpar sést þó ekki allt þar sem rautt efni hylur mest allt málverkið. Málverkið á málverkinu virðist því vera þornað, þar sem efnið hylur það, en samt heldur forsetinn enn á málningarpallettu.

Netverjar hafa ekki látið á sér standa og eru strax byrjaðir að búa til grínmyndir, svokölluð meme, af málverkinu. Það hefur tekið á sig ýmsar myndir og hefur málverkið sem forsetinn afhjúpað breyst í þekkt meme.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.