Lífið

Keanu Reeves og Carrie-Anne Moss staðfest í Matrix fjögur

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Leikstjóri The Matrix staðfesti í dag að Carrie-Anne Moss og Keanu Reeves munu leika Trinity og Neo og á ný.
Leikstjóri The Matrix staðfesti í dag að Carrie-Anne Moss og Keanu Reeves munu leika Trinity og Neo og á ný. Vísir/getty

Lana Wachowski höfundur fjórðu Matrix kvikmyndarinnar tilkynnti í dag að það væri henni sannur heiður að greina aðdáendum kvikmyndanna frá því að leikararnir Keanu Reeves og Carrie-Anne Moss munu snúa aftur í gamalkunnu hlutverkin.

Söguþráður kvikmyndarinnar flokkast undir vísindaskáldskap. Í forgrunni er hugmyndin um sýndarveruleika og barátta manns og vélar. Tilvísanaheimurinn samanstendur af japönskum teiknimyndum, trúarlegum hugmyndum og heimspeki.

Fyrsta kvikmyndin var frumsýnd árið 1999 en talið er að tökur á nýju myndinni, sem er númer fjögur í röðinni, hefjist í ársbyrjun 2020. Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. er dreifingaraðili og framleiðir kvikmyndina.

„Við gætum ekki mögulega verið spenntari að brjótast aftur inn í sýndarveruleikann Matrix með Lönu,“ sagði í tilkynningu frá Warner Bros.

„Lana er sönn hugsjónakona. Hún er frumlegur og skapandi kvikmyndagerðarmaður og við erum í sjöunda himni að hún sé að skrifa, leikstýra og framleiða nýjan kafla fyrir Matrix-heiminn.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.