Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. ágúst 2019 10:26 Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. vísir/friðrik þór Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. Þetta staðfesti Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður annars af kaupendunum, í samtali við fréttastofu í morgun. Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. Í gærkvöldi var hins vegar fundað langt fram á kvöld til þess að reyna að ná sátt í málinu. Áfram verður fundað í dag og reynt að ná samningum. „Aðilar hafa verið að ræða hvort það sé einhver grundvöllur til sátta og það er að skýrast á næstunni hvort sá grundvöllur sé til staðar eða ekki. Það liggur ekki endanlega fyrir á þessu stigi,“ segir Sigrún Ingibjörg en kveðst ekki vilja tjá sig um það sem felst í viðræðunum. Hún býst við að þær taki ekki langan tíma. Sigrún segir umbjóðendur sína ekki enn hafa fengið lyklana að íbúð sinni afhenta. „Þetta er auðvitað atriði sem hefur verulega þýðingu í þessum viðræðum og umbjóðendur mínir eru ósáttir. Þeir hefðu talið eðlilegast að fá lyklana afhenta og síðan ræða einhverjar útfærslur en það hefur ekki verið svoleiðis.“Hver er þá staðan núna? „Þau eru bara enn þá á götunni og hafa verið á götunni frá því að þau afhentu húsið sitt í lok júlí þegar þau áttu von á því að fá íbúðina afhenta,“ segir Sigrún. Hún segir engan vafa á því í sínum huga að kaupsamningurinn standi. „Og ef það á að semja þá er verið að semja algjörlega umfram skyldu vegna þess að fólkið er í þessari stöðu og vill fá íbúðina afhenta. En svo þarf að koma í ljós hversu langt fólk er tilbúið að ganga til þess.“Fréttin var uppfærð klukkan 10:55 með viðtali við Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur. Húsnæðismál Tengdar fréttir Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Sjá meira
Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. Þetta staðfesti Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður annars af kaupendunum, í samtali við fréttastofu í morgun. Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. Í gærkvöldi var hins vegar fundað langt fram á kvöld til þess að reyna að ná sátt í málinu. Áfram verður fundað í dag og reynt að ná samningum. „Aðilar hafa verið að ræða hvort það sé einhver grundvöllur til sátta og það er að skýrast á næstunni hvort sá grundvöllur sé til staðar eða ekki. Það liggur ekki endanlega fyrir á þessu stigi,“ segir Sigrún Ingibjörg en kveðst ekki vilja tjá sig um það sem felst í viðræðunum. Hún býst við að þær taki ekki langan tíma. Sigrún segir umbjóðendur sína ekki enn hafa fengið lyklana að íbúð sinni afhenta. „Þetta er auðvitað atriði sem hefur verulega þýðingu í þessum viðræðum og umbjóðendur mínir eru ósáttir. Þeir hefðu talið eðlilegast að fá lyklana afhenta og síðan ræða einhverjar útfærslur en það hefur ekki verið svoleiðis.“Hver er þá staðan núna? „Þau eru bara enn þá á götunni og hafa verið á götunni frá því að þau afhentu húsið sitt í lok júlí þegar þau áttu von á því að fá íbúðina afhenta,“ segir Sigrún. Hún segir engan vafa á því í sínum huga að kaupsamningurinn standi. „Og ef það á að semja þá er verið að semja algjörlega umfram skyldu vegna þess að fólkið er í þessari stöðu og vill fá íbúðina afhenta. En svo þarf að koma í ljós hversu langt fólk er tilbúið að ganga til þess.“Fréttin var uppfærð klukkan 10:55 með viðtali við Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Sjá meira
Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01
Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49
Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent