Erlent

Átta ára stal bíl foreldra sinna og ók á ofsahraða

Andri Eysteinsson skrifar
Drengurinn keyrði á um 140 kílómetra hraða.
Drengurinn keyrði á um 140 kílómetra hraða. Getty/NurPhoto

Átta ára gamall þýskur drengur í þýska sambandsríkinu Norðurrín-Vestfalíu sem hafði yfirgefið heimili sitt í bænum Soest skömmu eftir miðnætti fannst 45 mínútum síðar á A44 þjóðveginum (Bundesautobahn 44) í nágrenni Dortmund. BBC greinir frá.

Drengurinn hafði stolið sjálfskiptum Volkswagen Golf bíl foreldra sinna og fór á rúntinn. Drengurinn hafði farið á veginn og ekið þar á ofsahraða, 140 kílómetrum á klukkustund. Drengurinn sagði að hann hafi einfaldlega viljað fara út að keyra. Hraðinn á þjóðveginum fór hins vegar illa í drenginn sem fékk hausverk og lagði því bílnum í vegarkantinum.

Því næst setti hann hættuljós bílsins í gang og kom öryggisþríhyrningi fyrir nærri bílnum. Þegar lögregla mætti á staðinn brast drengurinn í grát. Enginn slasaðist vegna aksturs drengsins og olli hann engum skemmdum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.