Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra segir að greiða þurfi úr diplómatískri flækju eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hætti við opinbera heimsókn til Danmerkur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Björn Bjarnason sem er formaður Varðbergs, félags um vestræna samvinnu og alþjóðamál.

Í fréttatímanum verður einnig farið yfir laun bæjar- og sveitarstjóra sem hafa lítið breyst frá síðasta ári þegar tekjur þeirra voru harðlega gagnrýndar. Engin fylgni er á milli þess hvað æðsti yfirmaður sveitarfélags er með í tekjur og þess hve margir búa í sveitarfélaginu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×