Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra segir að greiða þurfi úr diplómatískri flækju eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hætti við opinbera heimsókn til Danmerkur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Björn Bjarnason sem er formaður Varðbergs, félags um vestræna samvinnu og alþjóðamál.

Í fréttatímanum verður einnig farið yfir laun bæjar- og sveitarstjóra sem hafa lítið breyst frá síðasta ári þegar tekjur þeirra voru harðlega gagnrýndar. Engin fylgni er á milli þess hvað æðsti yfirmaður sveitarfélags er með í tekjur og þess hve margir búa í sveitarfélaginu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.