Fótbolti

Ísak Bergmann skoraði í fyrsta leiknum fyrir aðallið Norrköping

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Bergmann (til hægri) skoraði í fyrsta aðalliðsleiknum fyrir Norrköping.
Ísak Bergmann (til hægri) skoraði í fyrsta aðalliðsleiknum fyrir Norrköping. MYND/KFIA.IS

Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði í sínum fyrsta leik fyrir aðallið Norrköping í kvöld.

Norrköping vann þá 1-6 sigur á D-deildarliði Timrå í 2. umferð sænsku bikarkeppninnar.

Ísak, sem er 16 ára, gekk í raðir Norrköping ásamt öðrum Skagamanni, Oliver Stefánssyni, í vetur.

Ísak, sem hefur leikið vel með yngri landsliðum Íslands, fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Norrköping í kvöld og nýtti það vel. Hann skoraði þriðja mark liðsins í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Guðmundur Þórarinsson lék ekki með Norrköping í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.