Innlent

Braust blóðugur í andliti inn í íbúð í Mosfellsbæ

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Nóg að gera hjá lögreglunni í nótt.
Nóg að gera hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem grunaður var um húsbrot í Mosfellsbæ rétt upp úr miðnætti í nótt.

Maðurinn er sagður hafa neitað að fara að fyrirmælum lögreglu og að segja til nafns. Þá er hann sagður hafa haft í hótunum við lögregluna. Var maðurinn vistaður í fangaklefa. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að maðurinn hafi verið blóðugur í andliti þar sem hann hafi hjólað á ljósastaur um klukkustund áður en hann var handtekinn.

Þá var tilkynnt um innbrot í bíl við Bergþórugötu klukkan korter í fjögur í nótt. Rúða bílsins hafði verið brotin og munir teknir úr bílnum.

Þjófurinn, sem var á reiðhjóli, var handtekinn skömmu síðar. Viðurkenndi hann brotið og skilaði þýfinu. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.