Innlent

Braust blóðugur í andliti inn í íbúð í Mosfellsbæ

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Nóg að gera hjá lögreglunni í nótt.
Nóg að gera hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem grunaður var um húsbrot í Mosfellsbæ rétt upp úr miðnætti í nótt.

Maðurinn er sagður hafa neitað að fara að fyrirmælum lögreglu og að segja til nafns. Þá er hann sagður hafa haft í hótunum við lögregluna. Var maðurinn vistaður í fangaklefa. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að maðurinn hafi verið blóðugur í andliti þar sem hann hafi hjólað á ljósastaur um klukkustund áður en hann var handtekinn.

Þá var tilkynnt um innbrot í bíl við Bergþórugötu klukkan korter í fjögur í nótt. Rúða bílsins hafði verið brotin og munir teknir úr bílnum.

Þjófurinn, sem var á reiðhjóli, var handtekinn skömmu síðar. Viðurkenndi hann brotið og skilaði þýfinu. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×