Erlent

Rússar skjóta „fullvaxta“ vélmenni út í geim

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fedor er 180 sentímetrar og 160 kíló. Það samsvarar BMI-stuðli upp á 49,4.
Fedor er 180 sentímetrar og 160 kíló. Það samsvarar BMI-stuðli upp á 49,4. Vísir/AP
Rússar skutu eldflaug sem inniheldur vélmenni á stærð við fullorðna manneskju út í geim í dag. Áfangastaður vélmennisins er Alþjóðlega geimstöðin (ISS).Skotið var frá Kasakstan af þar til gerðum skotpalli. Gert er ráð fyrir að vélmennið, sem fengið hefur heitið Fedor, nái til geimstöðvarinnar á laugardaginn. Fedor er fyrsta vélmennið sem Rússar hafa skotið út í geim. BBC segir frá.Fedor var eini farþegi eldflaugarinnar sem skotið var á loft, til þess að unnt væri að athuga virkni nýs neyðarbúnaðar í eldflauginni.Fedor er um 180 sentímetrar á hæð, sem er ansi nálægt meðalhæð íslenskra karlmanna , sem árið 2012 var 180,8 sentímetrar. Fedor er þó talsvert þyngri en meðalmaðurinn, eða um 160 kíló.Á þeim 10 dögum sem ráðgert er að Fedor eyði í Alþjóðlegu geimstöðinni kemur hann til með að læra að tengja og aftengja rafmagnsvíra, nota skrúflykil og skrúfjárn, auk þess sem hann mun læra að meðhöndla slökkvitæki.Rússneska geimstofnunin vonast til þess að með tíð og tíma verði hægt að nota Fedor í erfiðari verkefni, eins og geimgöngur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.