Borgarstjóra blöskrar umræða um stam Seðlabankastjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2019 13:05 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, getur ekki orða bundist yfir því hve margir leggja lykkju á leið sinni í umræðu um nýjan Seðlabankastjóra til að gera lítið úr þeirri staðreynd að hann stami. Borgarstjóri skrifar pistil í tilefni þessa en Ásgeir tók við starfinu í vikunni. „Ég ólst upp við það að Gauti bróðir stamaði. Mjög illa. Frá frumbernsku man ég eftir kvíðanum og angistinni sem fylgdi þessu og ég man eftir umræðum við foreldra okkar um mikilvægi þolinmæði, bíða, ekki grípa frammí og ekki gera óþarfa mál úr þessu. Það þurfti varla að hafa orð á því að stríðni eða háð væri útilokað,“ segir Dagur. „Ég gat hins vegar orðið mjög reiður ef ég fann fyrir háði eða stríðni í garð bróður míns út af þessu. Stamið eltist af honum og ég veit fyrir víst að Ásgeir hefur með mikilli vinnu unnið mjög úr sínu málhelti.“ Hann segir að síðar á ævinni hafi hann kynnst því að margt kjarkmesta fólk sem hann hafi kynnst hafi þá reynslu að hafa þurft að glíma við stam.Heiðar Helguson var kjörinn íþróttamaður ársins 2011. Dagur segir hann mikla fyrirmynd þegar komi að stami.Fréttablaðið/pjetur„Ég vona að Heiðar Helguson knattspyrnumaður fyrirgefi mér að ég nefni hann sem sérstaka fyrirmynd í þessu efni. Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag og bið allt fullorðið fólk að hugleiða þessi orð. Ef við krakkarnir gátum tekið tillit og sýnt stuðning fjögurra, fimm ára gömul, hljótum við öll að geta gert það.“ Fleiri virðast hafa tekið eftir þessari umræðu og leggja orð í belg. Þeirra á meðal Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. „Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvað fullorðið fólk hefur talað um málhelti seðlabankastjóra með ljótum og stórum orðum. Ég veit að Ásgeir getur tekist á við það en það er bara svo vont að verða vitni að svona miklum andstyggilegheitum, maður verður ekkert sérlega bjartsýnn á samfélagið.“ Umræðan sem Dagur nefnir virðist hins vegar koma Illuga Jökulssyni og fleirum í opna skjöldu. Sumir gerðu sér ekki grein fyrir að Ásgeir stamaði og aðrir segjast ekki hafa orðið varir við neina umræðu hvað þetta varði. „Þetta er fínn pistill en ég hef hlustað á Ásgeir Jónsson tala í 12-13 ár og hafði ekki hugmynd um að hann stamaði og hef hvorki fyrr né síðar séð neinn skamma hann fyrir það. Ég vissi ekki af þessu fyrr en það var farið að skamma einhverja ónafngreinda menn fyrir að gera lítið úr honum vegna þessa.“ „Vel mælt. Tek hér undir hvert orð!“ segir Jakob Frímann Magnússon. Reykjavík Seðlabankinn Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, getur ekki orða bundist yfir því hve margir leggja lykkju á leið sinni í umræðu um nýjan Seðlabankastjóra til að gera lítið úr þeirri staðreynd að hann stami. Borgarstjóri skrifar pistil í tilefni þessa en Ásgeir tók við starfinu í vikunni. „Ég ólst upp við það að Gauti bróðir stamaði. Mjög illa. Frá frumbernsku man ég eftir kvíðanum og angistinni sem fylgdi þessu og ég man eftir umræðum við foreldra okkar um mikilvægi þolinmæði, bíða, ekki grípa frammí og ekki gera óþarfa mál úr þessu. Það þurfti varla að hafa orð á því að stríðni eða háð væri útilokað,“ segir Dagur. „Ég gat hins vegar orðið mjög reiður ef ég fann fyrir háði eða stríðni í garð bróður míns út af þessu. Stamið eltist af honum og ég veit fyrir víst að Ásgeir hefur með mikilli vinnu unnið mjög úr sínu málhelti.“ Hann segir að síðar á ævinni hafi hann kynnst því að margt kjarkmesta fólk sem hann hafi kynnst hafi þá reynslu að hafa þurft að glíma við stam.Heiðar Helguson var kjörinn íþróttamaður ársins 2011. Dagur segir hann mikla fyrirmynd þegar komi að stami.Fréttablaðið/pjetur„Ég vona að Heiðar Helguson knattspyrnumaður fyrirgefi mér að ég nefni hann sem sérstaka fyrirmynd í þessu efni. Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag og bið allt fullorðið fólk að hugleiða þessi orð. Ef við krakkarnir gátum tekið tillit og sýnt stuðning fjögurra, fimm ára gömul, hljótum við öll að geta gert það.“ Fleiri virðast hafa tekið eftir þessari umræðu og leggja orð í belg. Þeirra á meðal Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. „Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvað fullorðið fólk hefur talað um málhelti seðlabankastjóra með ljótum og stórum orðum. Ég veit að Ásgeir getur tekist á við það en það er bara svo vont að verða vitni að svona miklum andstyggilegheitum, maður verður ekkert sérlega bjartsýnn á samfélagið.“ Umræðan sem Dagur nefnir virðist hins vegar koma Illuga Jökulssyni og fleirum í opna skjöldu. Sumir gerðu sér ekki grein fyrir að Ásgeir stamaði og aðrir segjast ekki hafa orðið varir við neina umræðu hvað þetta varði. „Þetta er fínn pistill en ég hef hlustað á Ásgeir Jónsson tala í 12-13 ár og hafði ekki hugmynd um að hann stamaði og hef hvorki fyrr né síðar séð neinn skamma hann fyrir það. Ég vissi ekki af þessu fyrr en það var farið að skamma einhverja ónafngreinda menn fyrir að gera lítið úr honum vegna þessa.“ „Vel mælt. Tek hér undir hvert orð!“ segir Jakob Frímann Magnússon.
Reykjavík Seðlabankinn Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira