Hlé gert á leitinni í Þingvallavatni Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 16:53 Kafarar Landhelgisgæslunnar hafa aðstoðað við leitina að manninum. Landhelgisgæslan Lögregla hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska manninum sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. „Fylgst verður sérstaklega með vatninu en komi ekkert nýtt upp munu bakkar þess verða gengnir að 3 til 4 vikum liðnum til að kanna hvort eitthvað henni tengt hafi rekið að landi,“ eins og segir í tilkynningu lögreglunnar. Greint var frá því fyr í dag að kafbátur hafi farið ofan í vatnið í morgun, útbúinn sónarbúnaði og myndavél. Leit kafbátsins var stefnt á tvö fyrirfram skilgreind svæði út frá því hvað skipuleggjendur leitar töldu líklegast til árangurs. Samanlagt nær þetta svæði yfir 1 ferkílómeter og dýpi á því er talið allt að 80 metrar.Sjá einnig: Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist á lífi „Úrvinnsla gagnanna er þá eftir og ljóst að hún mun taka einhverja daga. Því er ekki að vænta frekari frétta af leitaraðgerðunum að sinni,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar segir jafnframt að til skoðunar sé hvort megi nota annars konar sónarbúnað við leitina „en ekki er tímabært að ræða tímasetningu og umfang slíkra aðgerða að sinni.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki vera sérstaklega vongóður um að maðurinn finnist á lífi. „Ég á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr þessu í dag en ef það er hægt að finna hann þá held ég að þetta sé leiðin,“ sagði Oddur. Bróðir hins látna kom til landsins á dögunum og er farinn aftur út. Oddur segir lögregluna vera í góðu sambandi við hann sem og aðra aðstandendur vegna málsins. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist í Þingvallavatni Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. 22. ágúst 2019 14:18 Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50 Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Sjá meira
Lögregla hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska manninum sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. „Fylgst verður sérstaklega með vatninu en komi ekkert nýtt upp munu bakkar þess verða gengnir að 3 til 4 vikum liðnum til að kanna hvort eitthvað henni tengt hafi rekið að landi,“ eins og segir í tilkynningu lögreglunnar. Greint var frá því fyr í dag að kafbátur hafi farið ofan í vatnið í morgun, útbúinn sónarbúnaði og myndavél. Leit kafbátsins var stefnt á tvö fyrirfram skilgreind svæði út frá því hvað skipuleggjendur leitar töldu líklegast til árangurs. Samanlagt nær þetta svæði yfir 1 ferkílómeter og dýpi á því er talið allt að 80 metrar.Sjá einnig: Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist á lífi „Úrvinnsla gagnanna er þá eftir og ljóst að hún mun taka einhverja daga. Því er ekki að vænta frekari frétta af leitaraðgerðunum að sinni,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar segir jafnframt að til skoðunar sé hvort megi nota annars konar sónarbúnað við leitina „en ekki er tímabært að ræða tímasetningu og umfang slíkra aðgerða að sinni.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki vera sérstaklega vongóður um að maðurinn finnist á lífi. „Ég á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr þessu í dag en ef það er hægt að finna hann þá held ég að þetta sé leiðin,“ sagði Oddur. Bróðir hins látna kom til landsins á dögunum og er farinn aftur út. Oddur segir lögregluna vera í góðu sambandi við hann sem og aðra aðstandendur vegna málsins.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist í Þingvallavatni Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. 22. ágúst 2019 14:18 Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50 Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Sjá meira
Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist í Þingvallavatni Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. 22. ágúst 2019 14:18
Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50
Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25