Hlé gert á leitinni í Þingvallavatni Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 16:53 Kafarar Landhelgisgæslunnar hafa aðstoðað við leitina að manninum. Landhelgisgæslan Lögregla hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska manninum sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. „Fylgst verður sérstaklega með vatninu en komi ekkert nýtt upp munu bakkar þess verða gengnir að 3 til 4 vikum liðnum til að kanna hvort eitthvað henni tengt hafi rekið að landi,“ eins og segir í tilkynningu lögreglunnar. Greint var frá því fyr í dag að kafbátur hafi farið ofan í vatnið í morgun, útbúinn sónarbúnaði og myndavél. Leit kafbátsins var stefnt á tvö fyrirfram skilgreind svæði út frá því hvað skipuleggjendur leitar töldu líklegast til árangurs. Samanlagt nær þetta svæði yfir 1 ferkílómeter og dýpi á því er talið allt að 80 metrar.Sjá einnig: Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist á lífi „Úrvinnsla gagnanna er þá eftir og ljóst að hún mun taka einhverja daga. Því er ekki að vænta frekari frétta af leitaraðgerðunum að sinni,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar segir jafnframt að til skoðunar sé hvort megi nota annars konar sónarbúnað við leitina „en ekki er tímabært að ræða tímasetningu og umfang slíkra aðgerða að sinni.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki vera sérstaklega vongóður um að maðurinn finnist á lífi. „Ég á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr þessu í dag en ef það er hægt að finna hann þá held ég að þetta sé leiðin,“ sagði Oddur. Bróðir hins látna kom til landsins á dögunum og er farinn aftur út. Oddur segir lögregluna vera í góðu sambandi við hann sem og aðra aðstandendur vegna málsins. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist í Þingvallavatni Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. 22. ágúst 2019 14:18 Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50 Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Lögregla hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska manninum sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. „Fylgst verður sérstaklega með vatninu en komi ekkert nýtt upp munu bakkar þess verða gengnir að 3 til 4 vikum liðnum til að kanna hvort eitthvað henni tengt hafi rekið að landi,“ eins og segir í tilkynningu lögreglunnar. Greint var frá því fyr í dag að kafbátur hafi farið ofan í vatnið í morgun, útbúinn sónarbúnaði og myndavél. Leit kafbátsins var stefnt á tvö fyrirfram skilgreind svæði út frá því hvað skipuleggjendur leitar töldu líklegast til árangurs. Samanlagt nær þetta svæði yfir 1 ferkílómeter og dýpi á því er talið allt að 80 metrar.Sjá einnig: Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist á lífi „Úrvinnsla gagnanna er þá eftir og ljóst að hún mun taka einhverja daga. Því er ekki að vænta frekari frétta af leitaraðgerðunum að sinni,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar segir jafnframt að til skoðunar sé hvort megi nota annars konar sónarbúnað við leitina „en ekki er tímabært að ræða tímasetningu og umfang slíkra aðgerða að sinni.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki vera sérstaklega vongóður um að maðurinn finnist á lífi. „Ég á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr þessu í dag en ef það er hægt að finna hann þá held ég að þetta sé leiðin,“ sagði Oddur. Bróðir hins látna kom til landsins á dögunum og er farinn aftur út. Oddur segir lögregluna vera í góðu sambandi við hann sem og aðra aðstandendur vegna málsins.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist í Þingvallavatni Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. 22. ágúst 2019 14:18 Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50 Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist í Þingvallavatni Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. 22. ágúst 2019 14:18
Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50
Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25