Þriðji sigur Leeds í röð | Jón Daði kom ekkert við sögu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alioski skoraði annað mark Leeds gegn Stoke.
Alioski skoraði annað mark Leeds gegn Stoke. vísir/getty
Leeds United vann sinn þriðja sigur í röð þegar liðið lagði Stoke City að velli, 0-3, í ensku B-deildinni í dag.Stuart Dallas, Egzijan Alioski og Patrick Bamford skoruðu mörk gestanna sem eru með 13 stig á toppi deildarinnar, tveimur stigum meira en nýliðar Charlton Athletic sem unnu Brentford, 1-0. Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Brentford.Jón Daði Böðvarsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Millwall gerði 1-1 jafntefli við Middlesbrough á Riverside-vellinum. Millwall er í 10. sæti deildarinnar með átta stig.Luton Town vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði Barnsley að velli, 1-3, í nýliðaslag.Derby County og West Brom skildu jöfn, 1-1, í hádegisleiknum. Bæði lið hafa gert þrjú jafntefli í síðustu fjórum leikjum sínum.Huddersfield Town tapaði þriðja leik sínum í röð þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Reading á heimavelli, 0-2.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.