Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 10:57 Fox & Friends er á dagskrá Fox sjónvarpsstöðvarinnar á hverjum virkum morgni. Þátturinn er í miklu uppáhaldi hjá Bandaríkjaforseta. Vísir/getty Í fréttaþættinum Fox & Friends var áhugi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, til umræðu hjá þáttastjórnendunum Steve Doocy, Ainsley Earhardt og Brian Kilmeade. Ísland barst fljótlega í tal í þættinum en DV greindi fyrstur íslenskra miðla frá þessu. Þáttastjórnendurnir virtust hafa tekið ummæli Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, óstinnt upp því Kilmeade sagði: „Ef við gætum bara fengið Grænland myndi allt verða svo mikið auðveldara.“ Doocy svaraði um hæl og sagðist hafa heyrt Ísland nefnt í þessu samhengi en skilja má af ummælum Doocys að Trump væri að virða fyrir sér möguleikann á að kaupa Ísland. Þátturinn er eftirlætisþáttur Trump og Fox News í miklu uppáhald. Fjölmörg dæmi eru um að Trump hafi veitt Fox-news og Fox & Friends einkaviðtal á sama tíma og hann hefur neitað að ræða við aðra meginstraumsfjölmiðla í Bandaríkjunum og jafnvel úthúðað þeim. Vísir sagði þá í gær frá tengslum sjónvarpsstöðvarinnar við forsetaembættið en einn stofnandi Fox News, Roger Ailes heitinn, gegndi hlutverki fjölmiðlaráðgjafa fyrir fjölda forseta Bandaríkjanna, meðal annars Richard Nixon, Ronald Reagan, George Bush en þá var hann líka Trump innan handar í kosningabaráttunni 2016. Eftir að Doocy leysti frá skjóðunni um Ísland virtist Earhardt þurfa að fullvissa sig um að Ísland væri nú örugglega landið sem væri grænt en Grænland það sem væri þakið ís. „Alveg rétt, víkingarnir reyndu að svindla á okkur með þessu. Góð tilraun víkingar,“ sagði Kilmeade.Brian Kilmeade: "If we could just get Greenland, everything else will be easy." Steve Doocy: "I heard Iceland." Ainsley Earhardt: "Iceland's the one that's green, and Greenland's the one that's cold." Kilmeade: "Right. The vikings tried to screw us up. Nice try, vikings." pic.twitter.com/iMMsFYbvvy — Bobby Lewis (@revrrlewis) August 22, 2019 Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
Í fréttaþættinum Fox & Friends var áhugi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, til umræðu hjá þáttastjórnendunum Steve Doocy, Ainsley Earhardt og Brian Kilmeade. Ísland barst fljótlega í tal í þættinum en DV greindi fyrstur íslenskra miðla frá þessu. Þáttastjórnendurnir virtust hafa tekið ummæli Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, óstinnt upp því Kilmeade sagði: „Ef við gætum bara fengið Grænland myndi allt verða svo mikið auðveldara.“ Doocy svaraði um hæl og sagðist hafa heyrt Ísland nefnt í þessu samhengi en skilja má af ummælum Doocys að Trump væri að virða fyrir sér möguleikann á að kaupa Ísland. Þátturinn er eftirlætisþáttur Trump og Fox News í miklu uppáhald. Fjölmörg dæmi eru um að Trump hafi veitt Fox-news og Fox & Friends einkaviðtal á sama tíma og hann hefur neitað að ræða við aðra meginstraumsfjölmiðla í Bandaríkjunum og jafnvel úthúðað þeim. Vísir sagði þá í gær frá tengslum sjónvarpsstöðvarinnar við forsetaembættið en einn stofnandi Fox News, Roger Ailes heitinn, gegndi hlutverki fjölmiðlaráðgjafa fyrir fjölda forseta Bandaríkjanna, meðal annars Richard Nixon, Ronald Reagan, George Bush en þá var hann líka Trump innan handar í kosningabaráttunni 2016. Eftir að Doocy leysti frá skjóðunni um Ísland virtist Earhardt þurfa að fullvissa sig um að Ísland væri nú örugglega landið sem væri grænt en Grænland það sem væri þakið ís. „Alveg rétt, víkingarnir reyndu að svindla á okkur með þessu. Góð tilraun víkingar,“ sagði Kilmeade.Brian Kilmeade: "If we could just get Greenland, everything else will be easy." Steve Doocy: "I heard Iceland." Ainsley Earhardt: "Iceland's the one that's green, and Greenland's the one that's cold." Kilmeade: "Right. The vikings tried to screw us up. Nice try, vikings." pic.twitter.com/iMMsFYbvvy — Bobby Lewis (@revrrlewis) August 22, 2019
Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30
Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39
Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39
Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10