Enski boltinn

Leicester upp í 3. sætið eftir fyrsta sigurinn á tímabilinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Barnes fagnar sigurmarkinu gegn Sheffield United.
Barnes fagnar sigurmarkinu gegn Sheffield United. vísir/getty

Leicester City, West Ham United og Southampton unnu öll sína fyrstu leiki í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Harvey Barnes tryggði Leicester sigur á nýliðum Sheffield United, 1-2, með frábæru marki 20 mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsta tap Sheffield United á tímabilinu.

Leicester komst yfir á 38. mínútu með marki Jamies Vardy. Oliver McBurnie jafnaði fyrir Sheffield United á 62. mínútu en átta mínútum síðar skoraði Barnes sigurmarkið. Leicester er með fimm stig í 3. sæti deildarinnar en Sheffield United í því níunda með fjögur stig.

Sebastian Haller, dýrasti leikmaður í sögu West Ham, skoraði tvö mörk þegar liðið vann 1-3 sigur á Watford. West Ham er með fjögur stig í 13. sæti deildarinnar. Watford er án stiga á botninum.

West Ham komst yfir á 3. mínútu þegar Mark Noble skoraði úr vítaspyrnu. Þetta var 350. leikur Nobles í ensku úrvalsdeildinni og hann hélt upp á áfangann með marki og sigri.


Á 17. mínútu jafnaði Andre Gray með góðu skoti eftir sendingu Will Hughes.

West Ham var svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik þar sem Haller skoraði tvívegis. Lokatölur 1-3, Hömrunum í vil.

Southampton vann 0-2 útisigur á Brighton og komst þar með upp úr fallsæti. Brighton er í 7. sætinu.

Florin Andone, leikmaður Brighton, var rekinn af velli fyrir ljótt brot á Yann Valery eftir hálftíma. Skömmu fyrir hálfleik skoraði Lewis Dunk, fyrirliði Brighton, en markið var dæmt af með hjálp myndbands.

Dýrlingarnir komust yfir á 55. mínútu með laglegu marki Moussa Djenepo. Nathan Redmond skoraði annað mark liðsins í uppbótartíma.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.