Enski boltinn

Leicester upp í 3. sætið eftir fyrsta sigurinn á tímabilinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Barnes fagnar sigurmarkinu gegn Sheffield United.
Barnes fagnar sigurmarkinu gegn Sheffield United. vísir/getty
Leicester City, West Ham United og Southampton unnu öll sína fyrstu leiki í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Harvey Barnes tryggði Leicester sigur á nýliðum Sheffield United, 1-2, með frábæru marki 20 mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsta tap Sheffield United á tímabilinu.

Leicester komst yfir á 38. mínútu með marki Jamies Vardy. Oliver McBurnie jafnaði fyrir Sheffield United á 62. mínútu en átta mínútum síðar skoraði Barnes sigurmarkið. Leicester er með fimm stig í 3. sæti deildarinnar en Sheffield United í því níunda með fjögur stig.

Sebastian Haller, dýrasti leikmaður í sögu West Ham, skoraði tvö mörk þegar liðið vann 1-3 sigur á Watford. West Ham er með fjögur stig í 13. sæti deildarinnar. Watford er án stiga á botninum.

West Ham komst yfir á 3. mínútu þegar Mark Noble skoraði úr vítaspyrnu. Þetta var 350. leikur Nobles í ensku úrvalsdeildinni og hann hélt upp á áfangann með marki og sigri.



Á 17. mínútu jafnaði Andre Gray með góðu skoti eftir sendingu Will Hughes.

West Ham var svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik þar sem Haller skoraði tvívegis. Lokatölur 1-3, Hömrunum í vil.

Southampton vann 0-2 útisigur á Brighton og komst þar með upp úr fallsæti. Brighton er í 7. sætinu.

Florin Andone, leikmaður Brighton, var rekinn af velli fyrir ljótt brot á Yann Valery eftir hálftíma. Skömmu fyrir hálfleik skoraði Lewis Dunk, fyrirliði Brighton, en markið var dæmt af með hjálp myndbands.

Dýrlingarnir komust yfir á 55. mínútu með laglegu marki Moussa Djenepo. Nathan Redmond skoraði annað mark liðsins í uppbótartíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×