Leicester upp í 3. sætið eftir fyrsta sigurinn á tímabilinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2019 16:07 Barnes fagnar sigurmarkinu gegn Sheffield United. vísir/getty Leicester City, West Ham United og Southampton unnu öll sína fyrstu leiki í ensku úrvalsdeildinni í dag. Harvey Barnes tryggði Leicester sigur á nýliðum Sheffield United, 1-2, með frábæru marki 20 mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsta tap Sheffield United á tímabilinu. Leicester komst yfir á 38. mínútu með marki Jamies Vardy. Oliver McBurnie jafnaði fyrir Sheffield United á 62. mínútu en átta mínútum síðar skoraði Barnes sigurmarkið. Leicester er með fimm stig í 3. sæti deildarinnar en Sheffield United í því níunda með fjögur stig. Sebastian Haller, dýrasti leikmaður í sögu West Ham, skoraði tvö mörk þegar liðið vann 1-3 sigur á Watford. West Ham er með fjögur stig í 13. sæti deildarinnar. Watford er án stiga á botninum. West Ham komst yfir á 3. mínútu þegar Mark Noble skoraði úr vítaspyrnu. Þetta var 350. leikur Nobles í ensku úrvalsdeildinni og hann hélt upp á áfangann með marki og sigri.Mark Noble makes his th PL appearance today Most PL appearances for @WestHam:@Noble16Mark Carlton Cole Steve Potts He made his senior West Ham debutyears ago today (aged 17) in the League Cup against Southendpic.twitter.com/jFmzX76kdF — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 24, 2019 Á 17. mínútu jafnaði Andre Gray með góðu skoti eftir sendingu Will Hughes. West Ham var svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik þar sem Haller skoraði tvívegis. Lokatölur 1-3, Hömrunum í vil. Southampton vann 0-2 útisigur á Brighton og komst þar með upp úr fallsæti. Brighton er í 7. sætinu. Florin Andone, leikmaður Brighton, var rekinn af velli fyrir ljótt brot á Yann Valery eftir hálftíma. Skömmu fyrir hálfleik skoraði Lewis Dunk, fyrirliði Brighton, en markið var dæmt af með hjálp myndbands. Dýrlingarnir komust yfir á 55. mínútu með laglegu marki Moussa Djenepo. Nathan Redmond skoraði annað mark liðsins í uppbótartíma. Enski boltinn Tengdar fréttir Van Aanholt tryggði Palace fyrsta sigurinn á Old Trafford í 30 ár Crystal Palace vann dramatískan sigur á Manchester United á Old Trafford. 24. ágúst 2019 16:00 Abraham skoraði tvö mörk í fyrsta sigri Chelsea undir stjórn Lampard Ungu Englendingarnir voru í aðalhlutverki hjá Chelsea þegar liðið vann Norwich City. 24. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Leicester City, West Ham United og Southampton unnu öll sína fyrstu leiki í ensku úrvalsdeildinni í dag. Harvey Barnes tryggði Leicester sigur á nýliðum Sheffield United, 1-2, með frábæru marki 20 mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsta tap Sheffield United á tímabilinu. Leicester komst yfir á 38. mínútu með marki Jamies Vardy. Oliver McBurnie jafnaði fyrir Sheffield United á 62. mínútu en átta mínútum síðar skoraði Barnes sigurmarkið. Leicester er með fimm stig í 3. sæti deildarinnar en Sheffield United í því níunda með fjögur stig. Sebastian Haller, dýrasti leikmaður í sögu West Ham, skoraði tvö mörk þegar liðið vann 1-3 sigur á Watford. West Ham er með fjögur stig í 13. sæti deildarinnar. Watford er án stiga á botninum. West Ham komst yfir á 3. mínútu þegar Mark Noble skoraði úr vítaspyrnu. Þetta var 350. leikur Nobles í ensku úrvalsdeildinni og hann hélt upp á áfangann með marki og sigri.Mark Noble makes his th PL appearance today Most PL appearances for @WestHam:@Noble16Mark Carlton Cole Steve Potts He made his senior West Ham debutyears ago today (aged 17) in the League Cup against Southendpic.twitter.com/jFmzX76kdF — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 24, 2019 Á 17. mínútu jafnaði Andre Gray með góðu skoti eftir sendingu Will Hughes. West Ham var svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik þar sem Haller skoraði tvívegis. Lokatölur 1-3, Hömrunum í vil. Southampton vann 0-2 útisigur á Brighton og komst þar með upp úr fallsæti. Brighton er í 7. sætinu. Florin Andone, leikmaður Brighton, var rekinn af velli fyrir ljótt brot á Yann Valery eftir hálftíma. Skömmu fyrir hálfleik skoraði Lewis Dunk, fyrirliði Brighton, en markið var dæmt af með hjálp myndbands. Dýrlingarnir komust yfir á 55. mínútu með laglegu marki Moussa Djenepo. Nathan Redmond skoraði annað mark liðsins í uppbótartíma.
Enski boltinn Tengdar fréttir Van Aanholt tryggði Palace fyrsta sigurinn á Old Trafford í 30 ár Crystal Palace vann dramatískan sigur á Manchester United á Old Trafford. 24. ágúst 2019 16:00 Abraham skoraði tvö mörk í fyrsta sigri Chelsea undir stjórn Lampard Ungu Englendingarnir voru í aðalhlutverki hjá Chelsea þegar liðið vann Norwich City. 24. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Van Aanholt tryggði Palace fyrsta sigurinn á Old Trafford í 30 ár Crystal Palace vann dramatískan sigur á Manchester United á Old Trafford. 24. ágúst 2019 16:00
Abraham skoraði tvö mörk í fyrsta sigri Chelsea undir stjórn Lampard Ungu Englendingarnir voru í aðalhlutverki hjá Chelsea þegar liðið vann Norwich City. 24. ágúst 2019 13:15